Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 18:18 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision. Vísir/kolbeinn tumi Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva greindi fyrst frá smitinu í yfirlýsingu í dag. Íslenski hópurinn var þannig fjarri góðu gamni á opnunarathöfn keppninnar í Rotterdam nú síðdegis. Fjarverandi voru einnig pólski hópurinn, þar sem smit kom upp í gær, auk fulltrúa Rúmeníu og Möltu, sem eru á sama hóteli og Ísland og Pólland. „Það er náttúrulega öllum dálítið brugðið að sjálfsögðu, þetta er eitthvað sem við höfðum séð sem möguleika. Við erum á hárauðu svæði í Hollandi, hér hittast þjóðir sem margar hverjar eru að eiga við Covid þessa dagana þannig að það var alveg vitað að það væri möguleiki,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, í samtali við fréttastofu - úr sóttkví á hótelherbergi sínu í Rotterdam. Algjörlega í opna skjöldu Hópurinn var bólusettur með bóluefni Janssen fyrir brottför og Felix telur að í því ætti að vera fólgin ágæt vörn. Sá sem greindist er ekki í Eurovision-atriðinu sjálfu en Felix segir viðkomandi ekki finna fyrir neinum einkennum. „Og þetta kom viðkomandi algjörlega í opna skjöldu þegar þetta gerðist í dag. Viðkomandi ætlaði bara út að hlaupa og taka daginn rólega, það er fallegt veður og svona, á meðan við hin færum á „teppið“ [opnunarhátíð Eurovision] en það varð ekki, því miður,“ segir Felix. „En það kom upp smit í pólska hópnum og þá fékk maður strax svona vonda tilfinningu, að það væri Covid á hótelinu.“ Íslenski hópurinn var sendur í sýnatöku í dag en niðurstöðu er að vænta á morgun. Þá tekur við nokkurra daga sóttkví. Ísland verður þó með í keppninni sama hvað, þó að sóttkvíin teygi sig fram yfir seinna undankvöld Eurovision á fimmtudag. „Til að bæta þetta enn meira var æfingin okkar mjög góð á fimmtudaginn og ef allt um þrýtur verður hún notuð,“ segir Felix. Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva greindi fyrst frá smitinu í yfirlýsingu í dag. Íslenski hópurinn var þannig fjarri góðu gamni á opnunarathöfn keppninnar í Rotterdam nú síðdegis. Fjarverandi voru einnig pólski hópurinn, þar sem smit kom upp í gær, auk fulltrúa Rúmeníu og Möltu, sem eru á sama hóteli og Ísland og Pólland. „Það er náttúrulega öllum dálítið brugðið að sjálfsögðu, þetta er eitthvað sem við höfðum séð sem möguleika. Við erum á hárauðu svæði í Hollandi, hér hittast þjóðir sem margar hverjar eru að eiga við Covid þessa dagana þannig að það var alveg vitað að það væri möguleiki,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, í samtali við fréttastofu - úr sóttkví á hótelherbergi sínu í Rotterdam. Algjörlega í opna skjöldu Hópurinn var bólusettur með bóluefni Janssen fyrir brottför og Felix telur að í því ætti að vera fólgin ágæt vörn. Sá sem greindist er ekki í Eurovision-atriðinu sjálfu en Felix segir viðkomandi ekki finna fyrir neinum einkennum. „Og þetta kom viðkomandi algjörlega í opna skjöldu þegar þetta gerðist í dag. Viðkomandi ætlaði bara út að hlaupa og taka daginn rólega, það er fallegt veður og svona, á meðan við hin færum á „teppið“ [opnunarhátíð Eurovision] en það varð ekki, því miður,“ segir Felix. „En það kom upp smit í pólska hópnum og þá fékk maður strax svona vonda tilfinningu, að það væri Covid á hótelinu.“ Íslenski hópurinn var sendur í sýnatöku í dag en niðurstöðu er að vænta á morgun. Þá tekur við nokkurra daga sóttkví. Ísland verður þó með í keppninni sama hvað, þó að sóttkvíin teygi sig fram yfir seinna undankvöld Eurovision á fimmtudag. „Til að bæta þetta enn meira var æfingin okkar mjög góð á fimmtudaginn og ef allt um þrýtur verður hún notuð,“ segir Felix.
Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41 Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. 16. maí 2021 13:41
Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45
Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24