Lífið

Smit greindist í pólska hópnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lag Póllands hefur ekki notið vinsælda hjá veðbönkum.
Lag Póllands hefur ekki notið vinsælda hjá veðbönkum. EBU/ANDRES PUTTING

Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður.

Viðkomandi hefur verið skikkaður í einangrun en aðrir meðlimir hópsins munu fara í úrvinnslusóttkví. Hópurinn mun því missa af viðburðum helgarinnar.

Sóttvarnir eru nokkuð strangar í Rotterdam og fer þar fram regluleg skimun. Í yfirlýsingu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva segir að heilsa keppenda sé í hæstu forgangsröðun.

Lag Póllands, The Ride eftir Rafal, hefur ekki verið að gera góða hluti hjá veðbönkum ytra. Samkvæmt Eurovisionworld er laginu spáð 33 sæti.

Hér að neðan má sjá bút úr annarri æfingu Póllands sem fram fór á fimmtudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.