Lífið

Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Salurinn í Rotterdam er heldur betur farinn að taka á sig mynd. Undanúrslitakvöldin fara fram á þriðjdags- og fimmtudagskvöld.
Salurinn í Rotterdam er heldur betur farinn að taka á sig mynd. Undanúrslitakvöldin fara fram á þriðjdags- og fimmtudagskvöld. Eurovision

Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur.

Måneskin syngur rokklagið Zitti E Buoni fyrir Ítalíu sem samkvæmt vefsíðunni Eurovisionworld hefur 22% líkur á sigri.

Frakkar koma næstir með 20% líkur á sigri en lagið hefur þótt líklegast til sigurs undanfarnar vikur.

Það er Barbara Pravi sem flytur lagið Vailà fyrir hönd þjóðar sinnar. Lagið er í rólegri kantinum en hvergi sparað þegar kemur að tilfinningunum.

Destiny frá Möltu situr í þriðja sæti veðbanka með 12% sigurlíkur.

Daði og Gagnamagnið sitja enn í fjórða sæti nú með 8% sigurlíkur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.