Måneskin syngur rokklagið Zitti E Buoni fyrir Ítalíu sem samkvæmt vefsíðunni Eurovisionworld hefur 22% líkur á sigri.
Frakkar koma næstir með 20% líkur á sigri en lagið hefur þótt líklegast til sigurs undanfarnar vikur.
Það er Barbara Pravi sem flytur lagið Vailà fyrir hönd þjóðar sinnar. Lagið er í rólegri kantinum en hvergi sparað þegar kemur að tilfinningunum.
Destiny frá Möltu situr í þriðja sæti veðbanka með 12% sigurlíkur.
Daði og Gagnamagnið sitja enn í fjórða sæti nú með 8% sigurlíkur.