Fótbolti

Afturelding hristi ÍR-inga af sér á seinasta korterinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Afturelding tók á móti ÍR í Olísdeildinni í dag.
Afturelding tók á móti ÍR í Olísdeildinni í dag.

Afturelding tók á móti föllnum ÍR-ingum í Olís-deild karla í dag. Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu 45 mínúturnar, en þá náðu Mosfellingar góðu forskoti og kláruðu að lokum góðan sex marka sigur, 33-27.

Heimamenn náðu yfirhöndinni í fyrri hálfleik og undir lok hálfleiksins var munurinn orðinn fimm mörk. ÍR-ingar skoruðu þó seinustu tvö mörkin áður en flautað var til hálfleiks og staðan 15-12 heimamönnum í vil þegar gengið var til búningsherbergja.

Gestirnir mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fjögur mörk gegn einu marki Aftureldingar og jöfnuðu leikinn í 16-16.

Þegar um 15 mínútur voru til leiksloka fór að halla unda fæti hjá ÍR-ingum. Þeir skoruðu ekki mark í tæpar sjö mínútur og heimamenn náðu fimm marka forksoti á nýjan leik.

ÍR-ingar náðu aldrei að brúa bilið og Afturelding vann því góðan sex marka sigur. Lokatölur 33-27 þar sem Blær Hinriksson skoraði tíu mörk fyrir heimamenn. Í liði gestanna var Hrannar Ingi Jóhannsson atkvæðamestur með níu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×