Fótbolti

Al­freð spilaði stundar­fjórðung er Augs­burg tryggði sæti sitt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfreð fagnar öðru marki Augsburg í dag.
Alfreð fagnar öðru marki Augsburg í dag. EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN

Augsburg vann mikilvægan 2-0 sigur á Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigurinn einkar þýðingarmikill þar sem Augsburg var í bullandi fallbaráttu fyrir leik.

Heimamenn byrjuðu leikinn ekki vel en Ruben Vargas fékk rautt spjald strax á 13. mínútu og Augsburg því manni færri. Liðið hélt út fram að hálfleik og staðan því enn markalaus þegar Christian Gross fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði Bremen á 49. mínútu.

Það var því jafnt í liðum þegar Rani Khedira, yngri bróðir Sami, kom heimamönnum yfir átta mínútum síðar. Alfreð kom svo inn af bekk á 75. mínútu og var því inn á vellinum er Augsburg fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. 

Hann fékk þó ekki að fara á punktinn, það gerði Daniel Caligiuri og skoraði af öryggi. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. 

Augsburg er sem stendur í 12. sæti með 36 stig og hefur þar með tryggt sæti sitt í deildinni en aðeins er ein umferð eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×