Fjarlægja „Ég trúi“ myndbandið og ráða ráðum sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2021 21:21 Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar stigu fram í myndbandinu og sögðust trúa brotaþolum í ofbeldismálum. Myndband sem ber yfirskriftina „Ég trúi“ og sett var í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Eigin konur hefur verið tekið tímabundið úr birtingu. Annar þáttastjórnandinn segir leiðinlegt mál hafa komið upp sem tengist einstaklingi í myndbandinu. Boðskapurinn breytist þó ekki. Trúa eigi þolendum. Myndbandið sem var birt í gær vakti mikla athygli. Þar stíga þjóðþekktir einstaklingar fram og lýsa yfir stuðningi við þolendur ofbeldis. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Það voru þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir, stjórnendur Eigin kvenna, sem höfðu veg og vanda af útgáfu myndbandsins. Edda hefur verið áberandi í umræðunni í kringum mál Sölva Tryggvasonar en segja má að önnur bylgja #metoo gangi yfir landið þar sem fjölmargar konur og einhverjir karlar hafa deilt sögum af ofbeldi sem þau hafa orðið fyrir. Edda segir að þær Fjóla séu að ráða ráðum sínum. „Þetta er smá leiðinlegt mál,“ segir Edda í samtali við Vísi. „Við vitum ekki alveg hvað er best í stöðunni.“ Hún játar því að í kjölfar þess að allt þetta fólk steig fram í myndbandinu undir yfirskriftinni „Ég trúi“ hafi farið sögur af stað, „um alls konar“ eins og Edda kemst að orði. Þar á meðal fólk sem komi fram í myndbandinu. Edda Falak hefur haslað sér völl á hlaðvarpsmarkaðnum með þættinum Eigin konur sem þær Fjóla Sigurðardóttir stjórna.Vísir/Vilhelm „Við erum að reyna að finna út hvað er best í stöðunni. En það breytir auðvitað ekki boðskapnum,“ segir Edda. Þær séu að endurklippa vídeóið og ætli svo að birta það á nýjan leik. „Við ætlum að pósta því aftur. Hvort sem það verður án einhvers, eða einhver auka, eða bara eins,“ segir Edda. „Það er mikilvægt ef einhverjar sögur eru að ganga um fólk í vídeóinu að fólk axli ábyrgð.“ Ásamt þeim Eddu og Fjólu, þáttastjórnenda Eigin kvenna, Víðis og Áslaugar Örnu komu fram í myndbandinu þau Kristófer Acox, Kristján Helgi Hafliðason, Saga Garðarsdóttir, Eva Mattadóttir, Sara Mansour, Álfgrímur Aðalsteinsson, Arnar Dan Kristjánsson, Donna Cruz, Erna Kristín Stefánsdóttir, Tinna Óðinsdóttir, Kolbrún Birna H. Bachmann, Helga Sigrún, Aron Can, Þorsteinn V. Einarsson, Pálmar Ragnarsson, Kamilla Ívarsdóttir og Magnús Sigurbjörnsson. Allir þættir af Podcasti Sölva Tryggvasonar voru fjarlægðir af YouTube og úr hlaðvarpsveitum í gær eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. Þeirra á meðal umtalaður þáttur þar sem hann tók viðtal við sjálfan sig í kjölfar orðróms og fréttaflutning Mannlífs af ásökunum í hans garð. Fréttin hefur verið uppfærð. MeToo Mál Sölva Tryggvasonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Störf Sögu Ýrar „mjög óvanaleg hagsmunagæsla“ Lögmannafélag Íslands mun óska eftir upplýsingum um störf Sögu Ýrar Jónsdóttur lögmanns fyrir Sölva Tryggvason fjölmiðlamann. Félagið hefur eftirlitsskyldu og formaður þess telur framferði Sögu óvanalegt. 12. maí 2021 15:54 Kominn tími til að við tölum um óþægilegu hlutina „Við þurfum að ræða þetta þó að það sé óþægilegt,“ segir Eva María Mattadóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins Normið. 12. maí 2021 06:00 Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. 7. maí 2021 17:35 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Myndbandið sem var birt í gær vakti mikla athygli. Þar stíga þjóðþekktir einstaklingar fram og lýsa yfir stuðningi við þolendur ofbeldis. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Það voru þær Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir, stjórnendur Eigin kvenna, sem höfðu veg og vanda af útgáfu myndbandsins. Edda hefur verið áberandi í umræðunni í kringum mál Sölva Tryggvasonar en segja má að önnur bylgja #metoo gangi yfir landið þar sem fjölmargar konur og einhverjir karlar hafa deilt sögum af ofbeldi sem þau hafa orðið fyrir. Edda segir að þær Fjóla séu að ráða ráðum sínum. „Þetta er smá leiðinlegt mál,“ segir Edda í samtali við Vísi. „Við vitum ekki alveg hvað er best í stöðunni.“ Hún játar því að í kjölfar þess að allt þetta fólk steig fram í myndbandinu undir yfirskriftinni „Ég trúi“ hafi farið sögur af stað, „um alls konar“ eins og Edda kemst að orði. Þar á meðal fólk sem komi fram í myndbandinu. Edda Falak hefur haslað sér völl á hlaðvarpsmarkaðnum með þættinum Eigin konur sem þær Fjóla Sigurðardóttir stjórna.Vísir/Vilhelm „Við erum að reyna að finna út hvað er best í stöðunni. En það breytir auðvitað ekki boðskapnum,“ segir Edda. Þær séu að endurklippa vídeóið og ætli svo að birta það á nýjan leik. „Við ætlum að pósta því aftur. Hvort sem það verður án einhvers, eða einhver auka, eða bara eins,“ segir Edda. „Það er mikilvægt ef einhverjar sögur eru að ganga um fólk í vídeóinu að fólk axli ábyrgð.“ Ásamt þeim Eddu og Fjólu, þáttastjórnenda Eigin kvenna, Víðis og Áslaugar Örnu komu fram í myndbandinu þau Kristófer Acox, Kristján Helgi Hafliðason, Saga Garðarsdóttir, Eva Mattadóttir, Sara Mansour, Álfgrímur Aðalsteinsson, Arnar Dan Kristjánsson, Donna Cruz, Erna Kristín Stefánsdóttir, Tinna Óðinsdóttir, Kolbrún Birna H. Bachmann, Helga Sigrún, Aron Can, Þorsteinn V. Einarsson, Pálmar Ragnarsson, Kamilla Ívarsdóttir og Magnús Sigurbjörnsson. Allir þættir af Podcasti Sölva Tryggvasonar voru fjarlægðir af YouTube og úr hlaðvarpsveitum í gær eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. Þeirra á meðal umtalaður þáttur þar sem hann tók viðtal við sjálfan sig í kjölfar orðróms og fréttaflutning Mannlífs af ásökunum í hans garð. Fréttin hefur verið uppfærð.
MeToo Mál Sölva Tryggvasonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Störf Sögu Ýrar „mjög óvanaleg hagsmunagæsla“ Lögmannafélag Íslands mun óska eftir upplýsingum um störf Sögu Ýrar Jónsdóttur lögmanns fyrir Sölva Tryggvason fjölmiðlamann. Félagið hefur eftirlitsskyldu og formaður þess telur framferði Sögu óvanalegt. 12. maí 2021 15:54 Kominn tími til að við tölum um óþægilegu hlutina „Við þurfum að ræða þetta þó að það sé óþægilegt,“ segir Eva María Mattadóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins Normið. 12. maí 2021 06:00 Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15 Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. 7. maí 2021 17:35 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Störf Sögu Ýrar „mjög óvanaleg hagsmunagæsla“ Lögmannafélag Íslands mun óska eftir upplýsingum um störf Sögu Ýrar Jónsdóttur lögmanns fyrir Sölva Tryggvason fjölmiðlamann. Félagið hefur eftirlitsskyldu og formaður þess telur framferði Sögu óvanalegt. 12. maí 2021 15:54
Kominn tími til að við tölum um óþægilegu hlutina „Við þurfum að ræða þetta þó að það sé óþægilegt,“ segir Eva María Mattadóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins Normið. 12. maí 2021 06:00
Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. 11. maí 2021 13:15
Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. 7. maí 2021 17:35