Störf Sögu Ýrar „mjög óvanaleg hagsmunagæsla“ Snorri Másson skrifar 12. maí 2021 15:54 Berglind Svavarsdóttir er formaður Lögmannafélags Íslands. Podcast með Sölva Tryggva/Landsbankinn Lögmannafélag Íslands mun óska eftir upplýsingum um störf Sögu Ýrar Jónsdóttur lögmanns fyrir Sölva Tryggvason fjölmiðlamann. Félagið hefur eftirlitsskyldu og formaður þess telur framferði Sögu óvanalegt. „Þetta er óvanalegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, í samtali við Vísi. „Sjónvarpsviðtal lögmanns við skjólstæðing er mjög óvanaleg hagsmunagæsla,“ segir Berglind. Saga Ýrr fór í viðtal í hlaðvarp Sölva og hefur síðan beðist afsökunar á að hafa sært fólk með ummælum sínum. Þau ræddu saman á persónulegan hátt en um leið átti Saga að koma fram sem lögmaður hans í þættinum. Viðtalið vakti mikla athygli en samstarfi Sögu og Sölva lauk nokkrum dögum eftir það, þegar Saga segist skyndilega hafa áttað sig á því að önnur tveggja kvenna sem hefur kært Sölva fyrir ofbeldi, var einnig skjólstæðingur Sögu í öðru máli. Hagsmunaárekstur var þar með orðinn til á milli tveggja umbjóðenda Sögu og ætla má að það sé á meðal þess sem Lögmannafélagið mun kanna. „Við munum leita eftir nánari upplýsingum um þetta mál og fá hennar afstöðu. Við munum kanna þetta mál en það er erfitt að lýsa því nánar að svo stöddu,“ segir Berglind. Ekki hefur borist kæra á hendur Sögu til úrskurðarnefndar lögmanna. Myndbandið af viðtali Sölva og Sögu er ekki lengur aðgengilegt á YouTube-rás Sölva, enda öll myndböndin horfin þaðan út. Útdrátt úr viðtalinu má lesa hér. Nýjar siðareglur ekki vegna Sögu Á fundi hjá Lögmannafélaginu í næstu viku verða bornar upp og lagðar fram til samþykktar breytingar á siðareglum lögmanna. Eftir þeim starfa allir lögmenn, enda skylduðild í Lögmannafélaginu. Þessar breytingar tengjast máli Sögu og Sölva ekki, segir Berglind. „Það þýðir ekkert að reyna að draga ályktanir af þessari tímasetningu. Við erum búin að reyna að finna hentugt tækifæri lengi og teljum að það gefist núna,“ segir Berglind. Nýjar reglur hafa verið í undirbúningi í nokkur ár og fyrirhugaðar breytingar snerta að sögn Berglindar ekki á ákvæðum sem hefðu varðað mál Sögu Ýrar. Um sé að ræða heildstæða yfirferð á reglunum og breytingarnar eru margar og fjölbreyttar, sumar aðeins spurning um orðalag. Podcast með Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Dómsmál Tengdar fréttir Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn. 10. maí 2021 11:23 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Þetta er óvanalegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, í samtali við Vísi. „Sjónvarpsviðtal lögmanns við skjólstæðing er mjög óvanaleg hagsmunagæsla,“ segir Berglind. Saga Ýrr fór í viðtal í hlaðvarp Sölva og hefur síðan beðist afsökunar á að hafa sært fólk með ummælum sínum. Þau ræddu saman á persónulegan hátt en um leið átti Saga að koma fram sem lögmaður hans í þættinum. Viðtalið vakti mikla athygli en samstarfi Sögu og Sölva lauk nokkrum dögum eftir það, þegar Saga segist skyndilega hafa áttað sig á því að önnur tveggja kvenna sem hefur kært Sölva fyrir ofbeldi, var einnig skjólstæðingur Sögu í öðru máli. Hagsmunaárekstur var þar með orðinn til á milli tveggja umbjóðenda Sögu og ætla má að það sé á meðal þess sem Lögmannafélagið mun kanna. „Við munum leita eftir nánari upplýsingum um þetta mál og fá hennar afstöðu. Við munum kanna þetta mál en það er erfitt að lýsa því nánar að svo stöddu,“ segir Berglind. Ekki hefur borist kæra á hendur Sögu til úrskurðarnefndar lögmanna. Myndbandið af viðtali Sölva og Sögu er ekki lengur aðgengilegt á YouTube-rás Sölva, enda öll myndböndin horfin þaðan út. Útdrátt úr viðtalinu má lesa hér. Nýjar siðareglur ekki vegna Sögu Á fundi hjá Lögmannafélaginu í næstu viku verða bornar upp og lagðar fram til samþykktar breytingar á siðareglum lögmanna. Eftir þeim starfa allir lögmenn, enda skylduðild í Lögmannafélaginu. Þessar breytingar tengjast máli Sögu og Sölva ekki, segir Berglind. „Það þýðir ekkert að reyna að draga ályktanir af þessari tímasetningu. Við erum búin að reyna að finna hentugt tækifæri lengi og teljum að það gefist núna,“ segir Berglind. Nýjar reglur hafa verið í undirbúningi í nokkur ár og fyrirhugaðar breytingar snerta að sögn Berglindar ekki á ákvæðum sem hefðu varðað mál Sögu Ýrar. Um sé að ræða heildstæða yfirferð á reglunum og breytingarnar eru margar og fjölbreyttar, sumar aðeins spurning um orðalag.
Podcast með Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Dómsmál Tengdar fréttir Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn. 10. maí 2021 11:23 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn. 10. maí 2021 11:23