Innlent

Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð

Snorri Másson skrifar
Þættirnir voru orðnir 107 talsins en eru nú ekki aðgengilegir á netinu lengur.
Þættirnir voru orðnir 107 talsins en eru nú ekki aðgengilegir á netinu lengur. Sölvi Tryggvason

Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI.

Ekki er því um tæknilega villu að ræða samkvæmt upplýsingum frá KIWI, sem hefur annast framleiðslu þáttanna frá upphafi.

Síðasti þáttur Sölva var númer 107 í röðinni, þar sem hann ræddi við lögmann sinn Sögu Ýrr Jónsdóttur um ásakanir á hendur honum um ofbeldi gegn konum. Sá þáttur var kominn með fleiri en 80.000 áhorf áður en honum var eytt.

Hlaðvarp Sölva hóf göngu sína í júní 2020 og er því ekki orðið ársgamalt. Enn eru einhverjir þættir hans inni á hlaðvarpsveitum í einhverjum tækjum en þeir hverfa þaðan innan tíðar.

KIWI gat ekki veitt upplýsingar um ástæður þess að gripið var til þessa. Sölvi Tryggvason hefur ekki tjáð sig opinberlega frá því að viðtal hans við lögmanninn birtist.


Tengdar fréttir

Störf Sögu Ýrar „mjög óvanaleg hagsmunagæsla“

Lögmannafélag Íslands mun óska eftir upplýsingum um störf Sögu Ýrar Jónsdóttur lögmanns fyrir Sölva Tryggvason fjölmiðlamann. Félagið hefur eftirlitsskyldu og formaður þess telur framferði Sögu óvanalegt.

Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar

Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.