Fótbolti

Dort­mund bikar­meistari eftir stór­sigur á RB Leipzig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dortmund átti ekki í miklum vandræðum með RB Leipzig í dag.
Dortmund átti ekki í miklum vandræðum með RB Leipzig í dag. EPA-EFE/MAJA HITI

Borussia Dortmund vann RB Leipzig 4-1 í úrslitum þýska bikarsins í dag. Staðan var 3-0 í hálfleik og aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda.

Það tók Dortmund aðeins fimm mínútur að komast yfir en þar var að verki Jadon Sancho eftir sendingu Mahmoud Dahoud. Þegar tæpur hálftími var liðinn skoraði Erling Braut Håland eftir sendingu Marco Reus. 

Sancho kom Dortmund í 3-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks, aftur var það Reus sem lagði upp markið.

Staðan 3-0 í hálfleik og leikurinn svo gott sem búinn. Daniel Olmo klóraði í bakkann á 71. mínútu en skömmu fyrir leikslok skoraði Håland fjórða mark Dortmund en að þessu sinni var það Sancho sem var með stoðsendinguna.

Lokatölur 4-1 og Borussia Dortmund því þýskur bikarmeistari árið 2021.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.