Fylfullar hryssur geta frestað köstun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. maí 2021 19:31 Sigurður Ingi með leirljósa hestfolaldið, sem þau Elsa fengu í vikunni. Gleði og Urður eru með á myndinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo undarlega sem það kann að hljóma þá hafa fylfullar hryssur þann hæfileika að geta frestað köstun vegna kuldatíðar eins og vorið í vor hefur verið. Það kom þó ekki í veg fyrir að hryssan Gleði, sem Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra á kastaði hestfolaldi í vikunni. Þegar ráðherrabílstjóri Sigurðar Inga keyrir hann heim í Syðra Langholt í Hrunamannahreppi eftir langan og strangan vinnudag þá er oftast fyrsta verk Sigurðar að klæða sig úr ráðherrafötunum og fara í hestafötin því hann og Elsa Ingjaldsdóttir, konan hans eru að rækta hross á staðnum. Nú voru þau að fá fyrsta folald vorsins og eru að sjálfsögðu rígmontin með það. Sigurður Ingi er fljótur að bregða sér úr ráðherrafötunum í hestafötin þegar hann kemur heim eftir vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Folaldið er undan rauðri meri, sem heitir Gleði og graðhesti, sem heitir Draupnir og er líka leirljós eins og folaldið. Þetta er það skemmtilegasta við hestamennskuna, rækta og vonast til að fá það, sem maður er að sækjast eftir. Það stóð til núna að fá leirljóst og fallegt, helst meri, maður fær ekki allt, þetta er hestur en hann er gullfallegur,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi, sem er dýralæknir segir að fylfullar merar hafi þann einstaka hæfileika að geta frestað köstun um nokkrar vikur sé mjög kalt úti, ekki síst á nóttunni, eins og verið hefur í vor. „Já, Gleði átti að kasta í byrjun maí en hún lét bíða eftir sér í rúma viku. Þær gera það jafnvel stundum lengur ef það er mjög kalt.“ Móðir Gleði er brún og heitir Urður. Hún gengur nú með sitt 12 folald en Gleði var að kasta sínu fyrsta. En er komið nafn á folaldið? „Elsa átti einu sinni leirljósan hest, sem hét Geisli. Hún er allavega búin að leggja þá pöntun inn. Ætli ég verð ekki við því,“ segir Sigurður Ingi glottandi. Folaldið fær nafnið GeisliMagnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Þegar ráðherrabílstjóri Sigurðar Inga keyrir hann heim í Syðra Langholt í Hrunamannahreppi eftir langan og strangan vinnudag þá er oftast fyrsta verk Sigurðar að klæða sig úr ráðherrafötunum og fara í hestafötin því hann og Elsa Ingjaldsdóttir, konan hans eru að rækta hross á staðnum. Nú voru þau að fá fyrsta folald vorsins og eru að sjálfsögðu rígmontin með það. Sigurður Ingi er fljótur að bregða sér úr ráðherrafötunum í hestafötin þegar hann kemur heim eftir vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Folaldið er undan rauðri meri, sem heitir Gleði og graðhesti, sem heitir Draupnir og er líka leirljós eins og folaldið. Þetta er það skemmtilegasta við hestamennskuna, rækta og vonast til að fá það, sem maður er að sækjast eftir. Það stóð til núna að fá leirljóst og fallegt, helst meri, maður fær ekki allt, þetta er hestur en hann er gullfallegur,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi, sem er dýralæknir segir að fylfullar merar hafi þann einstaka hæfileika að geta frestað köstun um nokkrar vikur sé mjög kalt úti, ekki síst á nóttunni, eins og verið hefur í vor. „Já, Gleði átti að kasta í byrjun maí en hún lét bíða eftir sér í rúma viku. Þær gera það jafnvel stundum lengur ef það er mjög kalt.“ Móðir Gleði er brún og heitir Urður. Hún gengur nú með sitt 12 folald en Gleði var að kasta sínu fyrsta. En er komið nafn á folaldið? „Elsa átti einu sinni leirljósan hest, sem hét Geisli. Hún er allavega búin að leggja þá pöntun inn. Ætli ég verð ekki við því,“ segir Sigurður Ingi glottandi. Folaldið fær nafnið GeisliMagnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira