Fótbolti

Barcelona hafði samband við Hansi Flick

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hansi hefur gert ansi góða hluti í Bæjaralandi.
Hansi hefur gert ansi góða hluti í Bæjaralandi. EPA-EFE/MATTHIAS BALK

ESPN greinir frá því að Barcelona hafi haft samband við þjálfara Bayern Munchen, Hansi Flick, en hann hættir með þýsku meistarana eftir leiktíðina.

Hansi hefur gert magnaða hluti frá því að hann tók við Bayern á síðustu leiktíð eftir að Niko Kovic var sparkað frá Bæjaralandi.

Hann varð meðal annars Evrópumeistari með Bayern síðasta sumar eftir sigur á PSG í Meistaradeildinni en hann hættir í sumar. Julian Nagelsmann tekur við af Hansi.

Ansi líklegt er að Hansi taki við af Joachim Löw sem þjálfari þýska landsliðsins en Löw hættir eftir Evrópumótið í sumar.

Barcelona er þó sagt hafa reynt að lokka Flick til Katalóníu en þeir fengu nei; hann væri að fara taka við þýska landsliðinu.

Ronald Koeman er þjálfari Barcelona en hann er ekki talinn öruggur í sínu starfi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.