Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Samúel Karl Ólason skrifar 12. maí 2021 14:01 Hermaður stendur vörð í Afganistan. EPA/JALIL REZAYEE Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. Árásum í Afganistan hefur fjölgað verulega og mannfalli líka á tæpum tveimur vikum eða frá 1. maí, þegar Bandaríkin hófu formlega að kalla herlið sitt heim frá landinu. Samhliða því hafa friðarviðræður milli Talibana og stjórnvalda í Kabúl strandað. AFP fréttaveitan hefur eftir Tareq Arian, innanríkisráðherra, að tekin hafi verið ákvörðun að hörfa frá Nerkh. Talibanar segjast hafa náð tökum á höfuðstöðvum lögreglunnar þar og herstöð. Varnarmálaráðuneyti Afganistans hefur heitið því að gera gagnárás og ná tökum á héraðinu aftur. Til þess er verið að senda sérsveitir til að aðstoða lögreglu og almenna hermenn. Hér má sjá Nirkh-héraðið og hve nálægt Kabúl það er. Um héraðið gengur hraðbraut sem tengir Kabúl við Kandahar, eitt helsta vígi Talibana í Afganistan. Á undanförnum mánuðum og jafnvel árum hefur Talibönum vaxið töluvert ásmegin í dreifðari byggðum Afganistan og í raun umkringt stærri byggðir, eins og Kabúl, þar sem ríkisstjórnin ræður ríkjum. Talibanar hafa svo gert mannskæðar árásir í þeim byggðum og myrt fólk. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í apríl að hann hefði tekið þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Biden er fjórði forseti Bandaríkjanna síðan ráðist var inn í Afganistan og sagði hann ekki koma til greina í hans huga að færa ábyrgðina yfir á þann fimmta. Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Frá því Biden tilkynnti ákvörðun sína hafa Talibanar forðast að gera árásir á herlið Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Eins og áður segir hefur árásum á hermenn Afganistans og almenna borgara hins vegar fjölgað. Afganistan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Árásum í Afganistan hefur fjölgað verulega og mannfalli líka á tæpum tveimur vikum eða frá 1. maí, þegar Bandaríkin hófu formlega að kalla herlið sitt heim frá landinu. Samhliða því hafa friðarviðræður milli Talibana og stjórnvalda í Kabúl strandað. AFP fréttaveitan hefur eftir Tareq Arian, innanríkisráðherra, að tekin hafi verið ákvörðun að hörfa frá Nerkh. Talibanar segjast hafa náð tökum á höfuðstöðvum lögreglunnar þar og herstöð. Varnarmálaráðuneyti Afganistans hefur heitið því að gera gagnárás og ná tökum á héraðinu aftur. Til þess er verið að senda sérsveitir til að aðstoða lögreglu og almenna hermenn. Hér má sjá Nirkh-héraðið og hve nálægt Kabúl það er. Um héraðið gengur hraðbraut sem tengir Kabúl við Kandahar, eitt helsta vígi Talibana í Afganistan. Á undanförnum mánuðum og jafnvel árum hefur Talibönum vaxið töluvert ásmegin í dreifðari byggðum Afganistan og í raun umkringt stærri byggðir, eins og Kabúl, þar sem ríkisstjórnin ræður ríkjum. Talibanar hafa svo gert mannskæðar árásir í þeim byggðum og myrt fólk. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í apríl að hann hefði tekið þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Biden er fjórði forseti Bandaríkjanna síðan ráðist var inn í Afganistan og sagði hann ekki koma til greina í hans huga að færa ábyrgðina yfir á þann fimmta. Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Frá því Biden tilkynnti ákvörðun sína hafa Talibanar forðast að gera árásir á herlið Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Eins og áður segir hefur árásum á hermenn Afganistans og almenna borgara hins vegar fjölgað.
Afganistan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira