Tveir greinst með indverska afbrigðið á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2021 11:27 Þórólfur sagði ekki óviðbúið að afbrigði sem væru í mikilli dreifingu erlendis bærust hingað. Vísir/Vilhelm Tvö tilvik inverska afbrigðisins hafa fundist á landamærunum hérlendis og eru báðir einstaklingarnir nú í einangrun í sóttvarnahúsi. Á upplýsingafundi rétt í þessu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir viðbúið að afbrigði í dreifingu erlendis bærust hingað. Þrír greindust með Covid-19 í gær, þar af einn utan sóttkvíar. Það smit hefur ekki verið rakið til þeirra hópsýkinga sem hér hafa komið upp á síðustu vikum. Alls voru um 1.400 sýni tekin í gær en á síðustu viku hafa 26 greinst með Covid-19 innanlands og þar af sjö utan sóttkvíar. Einn greindist á landamærunum í gær en tekin voru ríflega 600 sýni. Síðastliðna viku hafa fimm greinst með virkt smit á landamærunum, allir í fyrri skimun. Smitum þar hefur fækkað, sem Þórólfur segir líklega mega rekja til hertra aðgerða. Langflestir sem greinast á landamærunum eru með breska afbrigði SARS-CoV-2 en tveir hafa greinst með afbrigðið sem nú fer eins og eldur um sinu á Indlandi. Þórólfur sagði viðbúið að afbrigði í útbreiðslu annars staðar í heiminum rötuðu hingað. Vinna við útfærslu aðgerða á landamærunum gengi vel; 400 dveldu nú í sóttvarnahúsum, bæði í einangrun og sóttkví. Sagði hann álagið mikið á starfsmönnum landamæragæslunnar og sóttvarnahúsanna og hrósaði þeim fyrir störfin. Tveir liggja inni með virk Covid-19 smit, einn á gjörgæslu en enginn á öndunarvél. Þórólfur sagði að vel hefði gengið að ná utan um hópsýkingarnar, enn væru að greinast smit en það myndi koma í ljós á næstu dögum hvernig til tekist. Gera mætti ráð fyrir mikilli fjölgun ferðamanna á næstu vikum og ljóst að gera þyrfti breytingar á landamæraskimuninni og bæta við rýmum í sóttvarnahúsum. Áskoranirnar varðandi ferðamannastrauminn yrðu viðvarandi þar til í júní eða júlí, þegar hjarðónæmi ætti að nást. Sagðist sóttvarnalæknir þá miða við að fjöldi bólusettra hefði náð 60 til 70 prósent. Sagði hann bólusetningar ganga vel og útlit fyrir að bólusetningaráætlun stjórnvalda ætti að standast. Þórólfur sagði mikilvægt að huga að grunnatriðum sóttvarna þangað til; ekki fara of hratt í afléttingar, viðhafa sóttvarnir á landamærunum og fjölga bólusettum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þrír greindust með Covid-19 í gær, þar af einn utan sóttkvíar. Það smit hefur ekki verið rakið til þeirra hópsýkinga sem hér hafa komið upp á síðustu vikum. Alls voru um 1.400 sýni tekin í gær en á síðustu viku hafa 26 greinst með Covid-19 innanlands og þar af sjö utan sóttkvíar. Einn greindist á landamærunum í gær en tekin voru ríflega 600 sýni. Síðastliðna viku hafa fimm greinst með virkt smit á landamærunum, allir í fyrri skimun. Smitum þar hefur fækkað, sem Þórólfur segir líklega mega rekja til hertra aðgerða. Langflestir sem greinast á landamærunum eru með breska afbrigði SARS-CoV-2 en tveir hafa greinst með afbrigðið sem nú fer eins og eldur um sinu á Indlandi. Þórólfur sagði viðbúið að afbrigði í útbreiðslu annars staðar í heiminum rötuðu hingað. Vinna við útfærslu aðgerða á landamærunum gengi vel; 400 dveldu nú í sóttvarnahúsum, bæði í einangrun og sóttkví. Sagði hann álagið mikið á starfsmönnum landamæragæslunnar og sóttvarnahúsanna og hrósaði þeim fyrir störfin. Tveir liggja inni með virk Covid-19 smit, einn á gjörgæslu en enginn á öndunarvél. Þórólfur sagði að vel hefði gengið að ná utan um hópsýkingarnar, enn væru að greinast smit en það myndi koma í ljós á næstu dögum hvernig til tekist. Gera mætti ráð fyrir mikilli fjölgun ferðamanna á næstu vikum og ljóst að gera þyrfti breytingar á landamæraskimuninni og bæta við rýmum í sóttvarnahúsum. Áskoranirnar varðandi ferðamannastrauminn yrðu viðvarandi þar til í júní eða júlí, þegar hjarðónæmi ætti að nást. Sagðist sóttvarnalæknir þá miða við að fjöldi bólusettra hefði náð 60 til 70 prósent. Sagði hann bólusetningar ganga vel og útlit fyrir að bólusetningaráætlun stjórnvalda ætti að standast. Þórólfur sagði mikilvægt að huga að grunnatriðum sóttvarna þangað til; ekki fara of hratt í afléttingar, viðhafa sóttvarnir á landamærunum og fjölga bólusettum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira