Erlent

Trans konur dæmdar í fimm ára fangelsi fyrir „tilraun til samkynhneigðar“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Shakiro og vinkona hennar voru einnig dæmdar fyrir að særa blygðunarkennd annarra.
Shakiro og vinkona hennar voru einnig dæmdar fyrir að særa blygðunarkennd annarra.

Dómstóll í Kamerún hefur dæmt tvær trans konur í fimm ára fangelsi fyrir „tilraun til samkynhneigðar“ og önnur brot. Konurnar voru upphaflega handteknar vegna klæðaburðar á veitingastað.

Kamerúnska samfélagsmiðlastjarnan Shakiro og vinkona hennar Patricia voru handteknar 8. febrúar síðastliðinn en mannréttindasamtök segja handtökuna til marks um aukna hörku yfirvalda í garð hinsegin fólks.

Konurnar fengu í gær hámarksrefsingu, fimm ára fangelsi, fyrir tilraun til samkynhneigðar, auk þess sem þær voru fundnar sekar um að særa blygðunarkennd annarra og fyrir að geta ekki framvísað persónuskilríkjum.

„Þetta er pólitísk ákvörðun,“ sagði Alice Nkom, einn lögmanna kvennanna. Hún sagði að dóminum yrði áfrýjað.

Kamerún er eitt af þrjátíu ríkjum Afríku þar sem samkynhneigð er bönnuð. Þarlendir dómstólar hafa áður dæmt fólk í margra ára fangelsi fyrir meinta samkynhneigð. Alls hafa 53 verið handteknir í húsleit hjá HIV og alnæmissamtökum frá því í maí 2020.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×