Tímabilið gefur okkur ástæðu til bjartsýni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. maí 2021 20:30 Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni í kvöld. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær segir að tímabil Manchester United í heild sinni gefi ástæðu til bjartsýni og að liðið hafi stórbætt sig. Þá sagði hann að fjöldi leikja undanfarið hafi verið ástæðan fyrir öllum breytingunum í kvöld. Man United tapaði 2-1 fyrir Leicester City í kvöld en um var að ræða þriðja leikinn af fjórum á aðeins sjö dögum. Tapið þýðir að Manchester City er enskur meistari en Solskjær var samt nokkuð brattur í leikslok er hann ræddi við BBC. „Við höfum spilað fjöldann allan af leikjum undanfarið og þurftum að gera mikið af breytingum, það vann aðeins gegn okkur í kvöld. Amad var mjög góður, Anthony Elanga gaf okkur eitthvað öðruvísi og mér fannst Mason Greenwood frábær, ég veit hvað hann getur gert fyrir framan markið,“ sagði sá norski að leik loknum. Amad og Elanga voru að byrja sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni en þeir léku sitthvoru megin við Greenwood í fremstu víglínu Man Utd í kvöld. „Það er allt hitt sem hann er að gera. Hvað hann er þrautseigur og hvernig hann leiddi línuna í kvöld. Honum leið eins og hann þyrfti að axla ábyrgð og hann gerði það frá upphafi til enda en ég ákvað að taka hann af velli þar sem hann hefur spilað þrjá leiki á fimm dögum,“ sagði þjálfarinn um frammistöðu Greenwood en framherjinn ungi skoraði glæsilegt mark í kvöld. „Við náðum aðeins að fara yfir hlutina á æfingu í gær og í morgun en við höfum ekki haft mikinn tíma til að undirbúa okkur, það sást örugglega snemma leiks,“ sagði Ole um tapið. „Tímabilið í heild sinni gefur okkur ástæðu til bjartsýni en við getum einnig bætt okkur. Við höfum elt Manchester City næstum alla leið, þangað til það eru 10-12 dagar eftir af tímabilinu og það er ágætis afrek þar sem þeir eru með mjög gott lið. Þeir eru verðugir meistarar og ég verð að hrósa þeim því þeir hafa spilað frábæran fótbolta á þessu tímabili,“ sagði Solskjær að lokum um Englandsmeistara Manchester City. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Man United tapaði 2-1 fyrir Leicester City í kvöld en um var að ræða þriðja leikinn af fjórum á aðeins sjö dögum. Tapið þýðir að Manchester City er enskur meistari en Solskjær var samt nokkuð brattur í leikslok er hann ræddi við BBC. „Við höfum spilað fjöldann allan af leikjum undanfarið og þurftum að gera mikið af breytingum, það vann aðeins gegn okkur í kvöld. Amad var mjög góður, Anthony Elanga gaf okkur eitthvað öðruvísi og mér fannst Mason Greenwood frábær, ég veit hvað hann getur gert fyrir framan markið,“ sagði sá norski að leik loknum. Amad og Elanga voru að byrja sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni en þeir léku sitthvoru megin við Greenwood í fremstu víglínu Man Utd í kvöld. „Það er allt hitt sem hann er að gera. Hvað hann er þrautseigur og hvernig hann leiddi línuna í kvöld. Honum leið eins og hann þyrfti að axla ábyrgð og hann gerði það frá upphafi til enda en ég ákvað að taka hann af velli þar sem hann hefur spilað þrjá leiki á fimm dögum,“ sagði þjálfarinn um frammistöðu Greenwood en framherjinn ungi skoraði glæsilegt mark í kvöld. „Við náðum aðeins að fara yfir hlutina á æfingu í gær og í morgun en við höfum ekki haft mikinn tíma til að undirbúa okkur, það sást örugglega snemma leiks,“ sagði Ole um tapið. „Tímabilið í heild sinni gefur okkur ástæðu til bjartsýni en við getum einnig bætt okkur. Við höfum elt Manchester City næstum alla leið, þangað til það eru 10-12 dagar eftir af tímabilinu og það er ágætis afrek þar sem þeir eru með mjög gott lið. Þeir eru verðugir meistarar og ég verð að hrósa þeim því þeir hafa spilað frábæran fótbolta á þessu tímabili,“ sagði Solskjær að lokum um Englandsmeistara Manchester City.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. 11. maí 2021 20:01 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. 11. maí 2021 20:01