Innlent

Katrín á­nægð með að hafa ekki fundið fyrir stungunni

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bólusett.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bólusett. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var bólusett fyrir kórónuveirunni í Laugardalshöllinni klukkan 13 í dag. Katrín var bólusett með bóluefni Pfizer.

Um 12 þúsund manns verða bólusettir með bóluefni Pfizer í vikunni. Um fimm þúsund fá þar fyrri bólusetningu, en um sjö þúsund fá seinni bólusetninguna.

Katrín sagðist í samtali við fréttastofu almennt ekki vera mikið fyrir sprautur en kvaðst þó mjög ánægð með að vera bólusett. 

Sömuleiðis var hún mjög ánægð með að hafa ekki fundið fyrir stungunni.

Forsætisráðherra segist almennt ekki vera mikið fyrir sprautur.Vísir/Vilhelm

Forsætisráðherra í Laugardalshöll í dag.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Katrín bólusett í dag

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er meðal þeirra sem fær bólusetningu fyrir Covid-19 í Laugardalshöll í dag. Í þessari viku stendur til að bólusetja tólf þúsund manns á landinu með bóluefni Pfizer.

Ekki lengur bólusett eftir aldri

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×