Níu börn meðal hinna látnu á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 09:23 Ísraelsmenn segjast hafa gert 130 árásir á Gasa. AP/Hatem Moussa Her Ísraels hefur haldið loftárásum sínum á Gasa áfram í morgun en eldflaugum hefur sömuleiðis áfram verið skotið þaðan. Embættismenn á Gasa segja minnst 24 Palestínumenn, þar af níu börn, hafa látist í árásum Ísraels og rúmlega hundrað hafa særst. Ísraelsher segir fimmtán hinna látnu á Gasa vera meðlimi Hamas og Islamic Jihad. Tveir leiðtogar Islamic Jihad féllu í loftárás á morgun. Sex Ísraelar eru sagðir hafa særst þegar eldflaug lenti á fjölbýlishúsi í Ashkelon. Ríki heimsins hafa kallað eftir ró og að árásum á báða bóga verði hætt. Óljóst er hvort af því verður en talsmaður hers Ísraels gaf í skyn í samtali við blaðamenn í morgun að ekki stæði til að hætta árásum gegn Hamas. Ísraelski herinn segir að rúmlega 300 eldflaugum hafi verið skotið frá Gasa frá því í gær. Stór hluti þeirra var skotinn niður og her Ísraels segir þriðjung þeirra hafa fallið til jarðar á Gasa, samkvæmt frétt Reuters. Herinn segist hafa gert árásir á 130 skotmörk á Gasa. Átökin í gær hófust þegar Hamas byrjaði að skjóta tugum eldflauga að Ísrael og þar að auki að Jerúsalem, en það hafði ekki gerst síðan í stríðinu 2014. Eldflaugunum var skotið eftir áhlaup ísraelskra lögregluþjóna gegn hópi Palestínumanna í al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gærmorgun. Al-Aqsa moskan er stödd á Musterishæð, sem er einnig heilög gyðingum. Nokkra daga í röð hafði áhlaup verið gert gegn moskunni, sem er einn helgasti staður múslima. Gúmmíkúlum var skotið að Palestínumönnum, auk þess sem hvellsprengjum og táragasi var beitt. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Hamas hafði gefið Ísraelsmönnum þann úrslitakost að flytja lögregluþjóna sína á brott frá moskunni, áður en eldflaugunum var skotið í gær. Minnst 700 Palestínumenn særðust í áhlaupi lögreglunnar og nærri því 500 þurftu á sjúkrahús til aðhlynningar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar segir einnig að Arabar í Ísrael hafi haldið mótmæli víða í nótt vegna ástandsins í Ísrael og um ein stærstu mótmæli Palestínumanna í Ísrael um árabil sé að ræða. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga og hefur ítrekað komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. #UPDATE The United Nations rights office said Tuesday it was "deeply concerned" at the escalation of violence in the occupied Palestinian territories, east Jerusalem and Israel pic.twitter.com/AmQNx83c5e— AFP News Agency (@AFP) May 11, 2021 Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Ísraelsher segir fimmtán hinna látnu á Gasa vera meðlimi Hamas og Islamic Jihad. Tveir leiðtogar Islamic Jihad féllu í loftárás á morgun. Sex Ísraelar eru sagðir hafa særst þegar eldflaug lenti á fjölbýlishúsi í Ashkelon. Ríki heimsins hafa kallað eftir ró og að árásum á báða bóga verði hætt. Óljóst er hvort af því verður en talsmaður hers Ísraels gaf í skyn í samtali við blaðamenn í morgun að ekki stæði til að hætta árásum gegn Hamas. Ísraelski herinn segir að rúmlega 300 eldflaugum hafi verið skotið frá Gasa frá því í gær. Stór hluti þeirra var skotinn niður og her Ísraels segir þriðjung þeirra hafa fallið til jarðar á Gasa, samkvæmt frétt Reuters. Herinn segist hafa gert árásir á 130 skotmörk á Gasa. Átökin í gær hófust þegar Hamas byrjaði að skjóta tugum eldflauga að Ísrael og þar að auki að Jerúsalem, en það hafði ekki gerst síðan í stríðinu 2014. Eldflaugunum var skotið eftir áhlaup ísraelskra lögregluþjóna gegn hópi Palestínumanna í al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í gærmorgun. Al-Aqsa moskan er stödd á Musterishæð, sem er einnig heilög gyðingum. Nokkra daga í röð hafði áhlaup verið gert gegn moskunni, sem er einn helgasti staður múslima. Gúmmíkúlum var skotið að Palestínumönnum, auk þess sem hvellsprengjum og táragasi var beitt. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Hamas hafði gefið Ísraelsmönnum þann úrslitakost að flytja lögregluþjóna sína á brott frá moskunni, áður en eldflaugunum var skotið í gær. Minnst 700 Palestínumenn særðust í áhlaupi lögreglunnar og nærri því 500 þurftu á sjúkrahús til aðhlynningar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar segir einnig að Arabar í Ísrael hafi haldið mótmæli víða í nótt vegna ástandsins í Ísrael og um ein stærstu mótmæli Palestínumanna í Ísrael um árabil sé að ræða. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga og hefur ítrekað komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. #UPDATE The United Nations rights office said Tuesday it was "deeply concerned" at the escalation of violence in the occupied Palestinian territories, east Jerusalem and Israel pic.twitter.com/AmQNx83c5e— AFP News Agency (@AFP) May 11, 2021
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira