Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. maí 2021 13:53 Landsréttur hefur úrskurðað að verkfallsaðgerðir Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Bláfugli hafi verið lögmætar. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. Eftir að sýslumaður hafnaði kröfunni í byrjun febrúar skaut Bláfugl málinu til héraðsdóms sem staðfesti ákvörðun sýslumanns. Þetta kemur fram á vef FÍA. FÍA boðaði til verkfallsaðgerða í kjölfar þess að ellefu atvinnuflugmönnum var sagt upp störfum hjá Bláfugli í desember á síðasta ári. Voru uppsagnirnar kynntar í miðri kjaradeilu og voru flugmennirnir ellefu allir meðlimir í FÍA. Í kjölfarið sagðist flugfélagið aðeins ætla að ráða „sjálfstætt starfandi flugmenn,“ sem FÍA segir lýsa gerviverktöku. Í kjarasamningi Bláfugls við FÍA sem rann út 30. júní síðastliðinn er kveðið á um að löglegir félagar í FÍA skuli hafa forgang að þeim verkefnum sem um væri að ræða á hverjum tíma á vegum Bláfugls. Ráðning eða leiga flugmanna til Bláfugls, sem ekki væru félagar í FÍA, skyldu ekki á neinn tefja fyrir framgangi flugmanna í FÍA. Sömuleiðis eigi slíkar ráðningar ekki að leiða til uppsagna félagsmanna FÍA. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að sú meginregla í íslenskum vinnumarkaðsrétti að þegar kjarasamningur rennur út eða honum sagt upp fari réttindi og skyldur samningsaðila í meginatriðum áfram eftir eldri samningi á meðan enn er ósamið og verkfall ekki skollið á. Því hafi forgangsréttarákvæði félagsmanna FÍA ekki fallið úr gildi þegar kjarasamningurinn við Bláfugl rann út. Bláfugl réði til sín tíu flugmenn sem gerviverktaka í byrjun nóvember á síðasta ári, stuttu áður en ellefu félagsmönnum FÍA var sagt upp störfum. Eftir að verkfall FÍA skall á 1. febrúar voru þeir tíu flugmenn, sem ekki eru félagar í FÍA og voru ráðnir til starfa hjá Bláfugli í nóvember, verkfallsbrjótar. Kröfu Bláfugls þess efnis að verkfallsaðgerðir FÍA hafi ekki verið lögmætar var því vísað frá Landsrétti. Bláfugli er einnig gert að greiða FÍA kærumálskostnað. Þá bíður FÍA þess að úrskurður Félagsdóms vegna uppsagna flugmanna Bláfugls liggi fyrir. FÍA höfðaði mál gegn Bláfugli vegna málsins og er málið einnig til skoðunar hjá Vinnumálastofnun. Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir FÍA stefnir Bláfugli og SA vegna ólögmætra uppsagna Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku. 26. febrúar 2021 13:37 Bláfugl, SA og gervivertaka Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. 10. febrúar 2021 08:00 ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni. 21. janúar 2021 16:29 Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Eftir að sýslumaður hafnaði kröfunni í byrjun febrúar skaut Bláfugl málinu til héraðsdóms sem staðfesti ákvörðun sýslumanns. Þetta kemur fram á vef FÍA. FÍA boðaði til verkfallsaðgerða í kjölfar þess að ellefu atvinnuflugmönnum var sagt upp störfum hjá Bláfugli í desember á síðasta ári. Voru uppsagnirnar kynntar í miðri kjaradeilu og voru flugmennirnir ellefu allir meðlimir í FÍA. Í kjölfarið sagðist flugfélagið aðeins ætla að ráða „sjálfstætt starfandi flugmenn,“ sem FÍA segir lýsa gerviverktöku. Í kjarasamningi Bláfugls við FÍA sem rann út 30. júní síðastliðinn er kveðið á um að löglegir félagar í FÍA skuli hafa forgang að þeim verkefnum sem um væri að ræða á hverjum tíma á vegum Bláfugls. Ráðning eða leiga flugmanna til Bláfugls, sem ekki væru félagar í FÍA, skyldu ekki á neinn tefja fyrir framgangi flugmanna í FÍA. Sömuleiðis eigi slíkar ráðningar ekki að leiða til uppsagna félagsmanna FÍA. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að sú meginregla í íslenskum vinnumarkaðsrétti að þegar kjarasamningur rennur út eða honum sagt upp fari réttindi og skyldur samningsaðila í meginatriðum áfram eftir eldri samningi á meðan enn er ósamið og verkfall ekki skollið á. Því hafi forgangsréttarákvæði félagsmanna FÍA ekki fallið úr gildi þegar kjarasamningurinn við Bláfugl rann út. Bláfugl réði til sín tíu flugmenn sem gerviverktaka í byrjun nóvember á síðasta ári, stuttu áður en ellefu félagsmönnum FÍA var sagt upp störfum. Eftir að verkfall FÍA skall á 1. febrúar voru þeir tíu flugmenn, sem ekki eru félagar í FÍA og voru ráðnir til starfa hjá Bláfugli í nóvember, verkfallsbrjótar. Kröfu Bláfugls þess efnis að verkfallsaðgerðir FÍA hafi ekki verið lögmætar var því vísað frá Landsrétti. Bláfugli er einnig gert að greiða FÍA kærumálskostnað. Þá bíður FÍA þess að úrskurður Félagsdóms vegna uppsagna flugmanna Bláfugls liggi fyrir. FÍA höfðaði mál gegn Bláfugli vegna málsins og er málið einnig til skoðunar hjá Vinnumálastofnun.
Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir FÍA stefnir Bláfugli og SA vegna ólögmætra uppsagna Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku. 26. febrúar 2021 13:37 Bláfugl, SA og gervivertaka Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. 10. febrúar 2021 08:00 ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni. 21. janúar 2021 16:29 Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
FÍA stefnir Bláfugli og SA vegna ólögmætra uppsagna Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku. 26. febrúar 2021 13:37
Bláfugl, SA og gervivertaka Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. 10. febrúar 2021 08:00
ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni. 21. janúar 2021 16:29
Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00