Mótmælaskáld deyr eftir yfirheyrslur: Líkamsleifunum skilað án líffæra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 08:11 Mótmælt í Yangon. AP Eiginkona ljóðskáldsins Khet Thi segir hann hafa látist eftir að hafa verið handtekinn og færður til yfirheyrslu á laugardag. Líkamsleifum hans var skilað í kjölfarið en án innri líffæra. Mótmælendur í Mjanmar hafa sótt innblástur í verk Khet Thi, sem var meðal annars þekktur fyrir línun: „Þeir skjóta í höfuðið en vita ekki að uppreisnin býr í hjartanu“. Samkvæmt Facebook-síðu skáldsins var hann 45 ára þegar hann lést. Guardian hefur eftir eiginkonu Khet Thi að vopnaðir hermenn og lögregla hafi sótt þau hjónin og fært til yfirheyrslu á laugardag í bænum Shwebo. Shwebo er í Sagaing-héraði, sem hefur verið hjartað í mótmælum gegn herforingjastjórninni sem kom Aung San Suu Kyi frá völdum. „Ég var yfirheyrð. Hann líka. Þeir sögðu að hann væri miðja rannsóknarinnar. En hann kom ekki aftur, bara líkami hans,“ sagði Chaw Su við BBC. „Þeir hringdu í mig um morguninn og sögðu mér að hitta hann á sjúkrahúsinu í Monywa. Ég hélt að hann væri þar vegna brotins handleggs eða eitthvað... En þegar ég kom þangað var hann í líkhúsinu og það var búið að fjarlægja líffærin hans.“ Á sjúkrahúsinu fékk hún þær upplýsingar að Khet Thi hefði látist vegna hjartavandamála en hún hefði ekki haft fyrir því að lesa dánarvottorðið þar sem hún vissi að það væri skáldað. Að minnsta kosti þrjú skáld hafa látið lífið vegna mótmæla eftir valdaránið í febrúar. Ljóðskáldið K Za Win, 39 ára, var skotinn til bana í Monywa snemma í mars. „Ég vil ekki vera hetja, ég vil ekki vera píslarvottur, ég vil ekki vera veikgeðja, ég vil ekki vera kjáni,“ skrifaði Khet Thi tveimur vikum eftir valdaránið. „Ég vil ekki styðja við óréttlæti. Ef ég á aðeins mínútu ólifaða, vil ég að þá mínútu sé samviska mín hrein.“ Mjanmar Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Mótmælendur í Mjanmar hafa sótt innblástur í verk Khet Thi, sem var meðal annars þekktur fyrir línun: „Þeir skjóta í höfuðið en vita ekki að uppreisnin býr í hjartanu“. Samkvæmt Facebook-síðu skáldsins var hann 45 ára þegar hann lést. Guardian hefur eftir eiginkonu Khet Thi að vopnaðir hermenn og lögregla hafi sótt þau hjónin og fært til yfirheyrslu á laugardag í bænum Shwebo. Shwebo er í Sagaing-héraði, sem hefur verið hjartað í mótmælum gegn herforingjastjórninni sem kom Aung San Suu Kyi frá völdum. „Ég var yfirheyrð. Hann líka. Þeir sögðu að hann væri miðja rannsóknarinnar. En hann kom ekki aftur, bara líkami hans,“ sagði Chaw Su við BBC. „Þeir hringdu í mig um morguninn og sögðu mér að hitta hann á sjúkrahúsinu í Monywa. Ég hélt að hann væri þar vegna brotins handleggs eða eitthvað... En þegar ég kom þangað var hann í líkhúsinu og það var búið að fjarlægja líffærin hans.“ Á sjúkrahúsinu fékk hún þær upplýsingar að Khet Thi hefði látist vegna hjartavandamála en hún hefði ekki haft fyrir því að lesa dánarvottorðið þar sem hún vissi að það væri skáldað. Að minnsta kosti þrjú skáld hafa látið lífið vegna mótmæla eftir valdaránið í febrúar. Ljóðskáldið K Za Win, 39 ára, var skotinn til bana í Monywa snemma í mars. „Ég vil ekki vera hetja, ég vil ekki vera píslarvottur, ég vil ekki vera veikgeðja, ég vil ekki vera kjáni,“ skrifaði Khet Thi tveimur vikum eftir valdaránið. „Ég vil ekki styðja við óréttlæti. Ef ég á aðeins mínútu ólifaða, vil ég að þá mínútu sé samviska mín hrein.“
Mjanmar Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira