Yfir þúsund flóttamenn til Ítalíu í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. maí 2021 22:57 Ítalska eyjan Lampedusa liggur austur af norðurafríkuríkinu Túnis. Tullio M. Puglia/Getty Meira en eitt þúsund flóttamenn náðu landi á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að einn bátur hafi flutt hátt í fjögur hundruð karla, konur og börn á eyjuna. Bæjarstjórinn á eyjunni telur að þennan mikla fjölda mega rekja til batnandi veðurskilyrða til bátsferða frá norðurhluta Afríku, en Lampedusa er einn helsti viðkomustaður flóttafólks og farenda frá Norður-Afríku á leið sinni til Evrópu. Um það bil ellefu þúsund flóttamenn hafa komið á eyjuna það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra var sá fjöldi rúmlega fjögur þúsund. Matteo Salvini, formaður ítalska popúlistaflokksins Norðurbandalagsins, hefur krafist þess að fá fund með Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna þess fjölda flóttamanna sem komið hefur til Ítalíu að undanförnu. „Á meðan milljónir Ítala eiga í erfiðleikum getum við ekki hugsað um þúsundir ólöglegra innflytjenda,“ sagði Salvini. Sjálfur bíður Salvini þess að réttað verði yfir honum eftir að hann gerði tilraun til þess að koma í veg fyrir að björgunarskip með yfir hundrað flóttamenn innanborðs legðist að bryggju á Lampedusa í ágúst 2019, þegar hann var innanríkisráðherra. Saksóknarar í málinu telja Salvini hafa svipt farþega skipsins frelsi sínu með ólögmætum hætti og því gæti hann átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsisdóm. Ítalía Flóttamenn Tengdar fréttir 39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis. 10. mars 2021 07:47 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að einn bátur hafi flutt hátt í fjögur hundruð karla, konur og börn á eyjuna. Bæjarstjórinn á eyjunni telur að þennan mikla fjölda mega rekja til batnandi veðurskilyrða til bátsferða frá norðurhluta Afríku, en Lampedusa er einn helsti viðkomustaður flóttafólks og farenda frá Norður-Afríku á leið sinni til Evrópu. Um það bil ellefu þúsund flóttamenn hafa komið á eyjuna það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra var sá fjöldi rúmlega fjögur þúsund. Matteo Salvini, formaður ítalska popúlistaflokksins Norðurbandalagsins, hefur krafist þess að fá fund með Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna þess fjölda flóttamanna sem komið hefur til Ítalíu að undanförnu. „Á meðan milljónir Ítala eiga í erfiðleikum getum við ekki hugsað um þúsundir ólöglegra innflytjenda,“ sagði Salvini. Sjálfur bíður Salvini þess að réttað verði yfir honum eftir að hann gerði tilraun til þess að koma í veg fyrir að björgunarskip með yfir hundrað flóttamenn innanborðs legðist að bryggju á Lampedusa í ágúst 2019, þegar hann var innanríkisráðherra. Saksóknarar í málinu telja Salvini hafa svipt farþega skipsins frelsi sínu með ólögmætum hætti og því gæti hann átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsisdóm.
Ítalía Flóttamenn Tengdar fréttir 39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis. 10. mars 2021 07:47 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
39 látnir eftir að bátar sukku undan ströndum Túnis Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir að tveir bátar hlaðnir farandfólki sukku undan ströndum Túnis í gær. Fólkið var að freista þess að komast yfir Miðjarðarhafið til ítölsku eyjunnar Lampedusa, að sögn varnarmálaráðuneytis Túnis. 10. mars 2021 07:47