Enski boltinn

Meiðsli komu í veg fyrir áframhaldandi metabætingu Maguire

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Harry Maguire meiddur.
Harry Maguire meiddur. vísir/Getty

Harry Maguire, fyrirliði Man Utd, þurfti að fara af velli vegna meiðsla seint í leik liðsins gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Fram að þeim tíma hafði Maguire spilað hverja einustu sekúndu liðsins í ensku úrvalsdeildinni síðan hann gekk í raðir þess frá Leicester sumarið 2019.

Þetta var sjötugasti og annar leikurinn í röð sem Maguire spilar fyrir Man Utd.

Með því að byrja leikinn gegn Aston Villa eignaði Maguire sér met yfir flestar mínútur í röð fyrir Manchester United en gamla metið átti annar öflugur varnarmaður, Gary Pallister sem lék 71 leik í röð fyrir Man Utd frá 1993-1995.

Í leik númer 72 var Pallister tekinn af velli eftir klukkutíma leik en Maguire entist í 79 mínútur og á því metið yfir flestar mínútur í röð.

„Þetta gætu verið nokkrar vikur en þetta gætu verið nokkrir dagar, hver veit? Vonandi verður hann ekki mjög lengi frá en ég er ekki læknir og við þurfum að sjá hvað kemur úr skoðun á morgun,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, í leikslok.

„Þetta var ökklinn. Ég held það hafi einhver lent ofan á honum og hann sneri sig.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.