Íslenski boltinn

Sjáðu dramatíkina úr leikjum gær­kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blikarnir gátu fagnað í Breiðholti í gær.
Blikarnir gátu fagnað í Breiðholti í gær. vísir/vilhelm

Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöldi en allir enduðu þeir með jafntefli. Alls voru tólf mörk skoruð í leikjunum þremur.

HK og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í Kórnum. Fylkismenn komust í 2-0 með tveimur mörkum frá Djair Williams en Stefán Alexander Ljubicic og Ásgeir Marteinsson gerðu mörk HK.

Í Breiðholti var mikil dramatík er Leiknir og Breiðablik gerðu 3-1 jafntefli. Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir áður en Máni Austmann, Emil Berger og Sævar Atli Magnússon komu Leikni í 3-1.

Jason Daði Svanþórsson minnkaði muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok og hann jafnaði svo metin í uppbótartíma. Tryggði þar með Blikum fyrsta stig sumarsins.

ÍA og Víkingur gerðu 1-1 á Skipaskaga. Helgi Guðjónsson kom Víkingi yfir á fyrstu mínútu en í uppbótartíma jafnaði Þórður Þorsteinn Þórðarson metin úr vítaspyrnu og þar við sat.

Öll mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér að neðan.

Klippa: Leiknir - Breiðablik 3-3
Klippa: HK - Fylkir 2-2
Klippa: ÍA - Víkingur 1-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×