Fótbolti

Neymar í París til 2025

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Það voru áhorfendur alls staðar að úr heiminum, meðal annars frá Íslandi, í Ríó árið 2016 að fylgjast með Neymar og fleiri af skærustu íþróttastjörnum heims.
Það voru áhorfendur alls staðar að úr heiminum, meðal annars frá Íslandi, í Ríó árið 2016 að fylgjast með Neymar og fleiri af skærustu íþróttastjörnum heims. Getty/Tim Clayton

Franska stórveldið PSG staðfesti í gær nýjan samning brasilísku ofurstjörnunnar Neymar Jr. við félagið. 

Neymar framlengir samning sinn um fjögur ár en mikið hefur verið rætt og ritað um mögulega brottför kappans, nánast frá því hann gekk í raðir Parísarliðsins frá Barcelona sumarið 2017.

Þessi 29 ára gamli sóknarmaður hefur skorað 85 mörk í 112 leikjum fyrir PSG og hjálpað liðinu að vinna frönsku deildina í þrígang.

Franskir fjölmiðlar telja sig hafa heimildir fyrir því að nýi samningurinn færi Neymar í kringum 30 milljónir evra í árslaun, eftir skatt og ljóst að það mun ekki væsa um Brasilíumanninn í frönsku höfuðborginni næstu árin.

Stóra markmið PSG er að vinna Meistaradeild Evrópu og er ákvæði um himinháa bónusgreiðslu til Neymar takist honum að hjálpa liðinu að landa Evrópumeistaratitlinum eftirsótta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×