Fótbolti

Inter fagnaði titlinum með stórsigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sanchez setti tvö
Sanchez setti tvö

Inter Milan slær ekki slöku við þrátt fyrir að vera búið að tryggja sér ítalska meistaratitilinn.

Í dag tók liðið á móti Sampdoria sem siglir lygnan sjó um miðja deild og úr varð mikill markaleikur.

Fór að lokum svo að Inter Milan vann 5-1 sigur þar sem Alexis Sanchez hlóð í tvennu og þeir Roberto Gagliardini, Andrea Pinamonti og Lautaro Martinez gerðu sitt markið hver fyrir Ítalíumeistarana. 

Keita Balde, fyrrum leikmaður Inter, gerði eina mark Sampdoria.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.