Íslenski boltinn

Telur Tinda­stól þurfa einn til tvo leik­menn til við­bótar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Murielle Tiernan þarf að eiga frábært sumar ef Tindastóll vill halda sæti sínu í deildinni.
Murielle Tiernan þarf að eiga frábært sumar ef Tindastóll vill halda sæti sínu í deildinni. Sigurbjörn Andri

Farið var yfir frumraun Tindastóls í efstu deild kvenna í knattspyrnu í síðasta þætti Pepsi Max Markanna.

Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, ræddi við Margréti Láru Viðarsdóttur og Árna Frey Guðnason, sérfræðinga þáttarins um frammistöðu Tindastóls í 1-1 jafntefli liðsins gegn Þrótti Reykjavík í fyrstu um ferð Pepsi Max deildar kvenna.

„Við eigum eftir að fá fréttir af Króknum og við bíðum spennt. Við ræddum það hér í upphitunarþætti að við værum örlítið hissa á því að þær væru ekki búnar að næla sér í fleiri leikmenn. En það má hrósa þeim fyrir það að þær eru með sömu útlendinga ár eftir ár,“ sagði Helena.

„Eins og við nefndum í þættinum þá held ég samt að þær þurfi 1-2 leikmenn í viðbót til að halda sér í deildinni,“ svaraði Árni Freyr. Hann bætti svo við að það væri súrt fyrir Stólana að hafa misst leikinn niður í jafntefli í uppbótartíma.

Margrét Lára tók undir og sagði að þó markið hafi komið seint hefðu þetta ef til vill ekki verið ósanngjörn úrslit. Umræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max mörkin: Frumraun Tindastóls í efstu deild

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×