Leeds vann fyrsta leik dagsins í enska boltanum er þeir unnu 3-1 sigur á Tottenham á heimavelli.
Stuart Dallas kom Leeds yfir á áttundu mínútu en Heung-Min Son jafnaði metin tólf mínútum síðar.
Heimamenn náðu þó aftur forystunni fyrir hlé er hinn funheiti Patrick Bamford skoraði.
Tottenham reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin í síðari hálfleik en Rodrigo gerði út um leikinn á 84. mínútu.
Lokatölur 3-1 sigur Leeds sem er nú með 50 stig í níunda sætinu en Tottenham er í því sjötta með 56.
Tottenham er nú fimm stigum frá Chelsea, í Meistaradeildarsæti, og Chelsea á leik til góða gegn City síðar í dag.
FT! Leeds 3-1 Tottenham.
— BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2021
The whistle blows on a fine game of football at Elland Road!#LEETOT #bbcfootball