Erlent

Tólf ára mætti með byssu í skólann og skaut tvo samnemendur og starfsmann

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þrír urðu fyrir skotum í árásinni.
Þrír urðu fyrir skotum í árásinni. AP/Natalie Behring

Tólf ára gömul stúlka í Rigby Middle School í borginni Rigby í Idaho í Bandaríkjunum skaut á tvo samnemendur sína og starfsmann skólans í gær. Fórnarlömbin eru talin munu lifa.

Þegar stúlkan mætti í skólann dró hún skotvopn upp úr skólatöskunni sinni og hóf að skjóta. Kennara tókst að yfirbuga hana og hélt henni þar til lögregla mætti á vettvang. 

Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir.

Að sögn eins samnemenda stúlkunnar heyrðist hátt hljóð og síðan tvö í viðbót. „Svo var öskrað. Kennarinn okkar fór að athuga málið og fann blóð,“ hefur AP eftir Yandel Rodriguez, 12 ára.

Á blaðamannafundi kom fram að nemendurnir sem urðu fyrir árásinni væru enn á spítala og að einn þyrfti mögulega að gangast undir aðgerð. Annar þeirra var skotinn í tvo útlimi.

Starfsmaðurinn hlaut skotsár en var kominn heim.

Skólum á svæðinu hefur verið lokað fram yfir helgi.

BBC greindi frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×