Fótbolti

Augna­blik lagði KR, mont­rétturinn er Hauka og marka­súpa í Víkinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Augnablik lagði KR í kvöld.
Augnablik lagði KR í kvöld. Vísir/Sigurbjörn Andri

Lengjudeild kvenna fór af stað í kvöld með fimm leikjum. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós.

Lengjudeild kvenna fór af stað í kvöld með fimm leikjum. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós.

Í Kópavogi var KR í heimsókn hjá Augnabliki. Gestirnir léku í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð og ætlar liðið sér beint aftur upp. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Svana Rún Hermannsdóttir KR yfir. Augnablik svaraði hins vegar með tveimur mörkum þökk sé Viktoríu Paris Sabido og Hörpu Helgadóttur. Fleiri urðu mörkin ekki og Augnablik vann sterkan 2-1 sigur.

Haukar unnu FH 2-1 og montrétturinn þeirra í Hafnarfirði en FH féll einnig úr Pepsi Max á síðustu leiktíð. Skýrsla leiksins hafði ekki skilað sér inn á vef KSÍ þegar fréttin er skrifuð.

Víkingur og HK – liðin sem voru lengi vel eitt hið sama – gerðu 3-3 jafntefli í ótrúlegum leik í Víkinni í kvöld. Kristín Erna Sigurlásdóttir fer frábærlega af stað með Víkingum en hún gerði þrennu í kvöld.

Kristín Erna lék með KR í fyrra. Hún leikur nú með Víkingum og gerði þrennu í sínum fyrsta leik.Vísir/Hulda Margrét

Ragnheiður Kara Hólm Örnudóttir skoraði tvennu fyrir HK og María Lena Ásgeirsdóttir gerði eitt mark.

Þá vann Grótta 2-1 sigur á ÍA og Afturelding gerði 2-2 jafntefli við Grindavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×