Fótbolti

Fram gerði út um leikinn í upp­hafi og Fjölnir kom til baka í Laugar­dalnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Karl kom Fjölni á bragðið í Lengjudeild karla í knattspyrnu sumarið 2021.
Guðmundur Karl kom Fjölni á bragðið í Lengjudeild karla í knattspyrnu sumarið 2021. Vísir/Vilhelm

Lengjudeild karla í knattspyrnu fór af stað í kvöld. Fram vann Víking Ólafsvík 4-2 í Safamýri og Fjölnir lagði Þrótt Reykjavík 3-1 í Laugardalnum.

Lengjudeild karla í knattspyrnu fór af stað í kvöld. Fram vann Víking Ólafsvík 4-2 í Safamýri og Fjölnir lagði Þrótt Reykjavík 3-1 í Laugardalnum.

Það tók heimamenn í Fram aðeins fimm mínútur að komast í 3-0 gegn Ólafsvíkingum í kvöld. Albert Hafsteinsson skoraði úr víti á 2. mínútu, tveimur mínútum síðar skoraði Tryggvi Snær Geirsson og aðeins mínútu síðar skoraði Fred.

Þannig var staðan er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Fred bætti við öðru marki sínu og fjórða marki Fram á 51. mínútu. Tíu mínútum síðar skoraði Kyle McLagan sjálfsmark og staðan orðin 4-1. Harley Willard minnkaði svo muninn í 4-2 með marki úr vítaspyrnu þegar tíu mínútur voru eftir og þar við sat.

Í Laugardalnum var Fjölnir í heimsókn. Liðið vann ekki leik í Pepsi Max deildinni á síðasta ári og leikur í Lengjudeildinni í sumar. Ekki fór sumarið vel af stað en Samuel Ford kom Þrótti yfir strax á þriðju mínútu. Þannig var staðan þangað til á 53. mínútu þegar Guðmundur Karl Guðmundsson jafnaði metin. Sigurpáll Melberg Pálsson kom Fjölni svo yfir um miðbik síðari hálfleiks og Alexander Freyr Sindrason gerði út um leikinn með þriðja marki gestanna þegar tíu mínútur lifðu leiks.

Áður en leik lauk fékk Hreinn Ingi Örnólfsson rautt spjald í liði Þróttar en hann fékk einnig rautt spjald í bikarleik Þróttar og Víkings Ólafsvíkur á dögunum.

Lokatölur 3-1 Fjölni í vil í kvöld. Bæði Fram og Fjölni er spáð góðu gengi á meðan Þrótti og Víking er spáð harðri fallbaráttu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.