Erlent

Ever Given á­fram kyrr­sett eftir að á­frýjun eig­anda var hafnað

Atli Ísleifsson skrifar
Ever Given er fjögur hundruð metrar að lengd og var með rúmlega 18 þúsund gáma um borð þegar það strandaði.
Ever Given er fjögur hundruð metrar að lengd og var með rúmlega 18 þúsund gáma um borð þegar það strandaði. EPA

Dómstóll í Egyptalandi úrskurðaði í gær að gámaflutningaskipið Ever Given, sem þveraði Súesskurðinn og stöðvaði þar með alla skipaumferð í nokkra daga í mars, skuli áfram kyrrsett. Dómstóllinn hafnaði áfrýjun japanskra eigenda skipsins.

Ever Given er eitt stærsta gámaflutningaskip heims og strandaði og þveraði Súesskurðinn þann 23. mars síðastliðinn, og tókst ekki að losa skipið fyrr en sex dögum síðar.

Skipið hefur verið í kyrrsett í stöðuvatni milli tveggja hluta skurðarins, en rekstraraðili Súesskurðarinnar hefur farið fram á 916 milljónir dala, um 115 milljarða króna, bótagreiðslu frá japanska fyrirtækinu Shoei Kisen vegna málsins.

Öll skipaumferð stöðvaðist í skurðinum þessa sex daga og þurftu fjölmörg skip að sigla fyrir suðurodda Afríku til að komast leiðar sinnar milli Asíu og Evrópu.

Rannsókn rekstraraðild Súesskurðarins á orsökum strandsins stendur yfir og á enn eftir að birta niðurstöður.

Ever Given er fjögur hundruð metrar að lengd og var með rúmlega 18 þúsund gáma um borð þegar það strandaði. Skipið er í eigu japansks félags, rekið af taívönsku flutningafyrirtæki og undir panömskum fána.


Tengdar fréttir

Ever Given fast á ný og yfirvöld vilja milljarða í bætur

Risaskipið Ever Given er nú aftur fast, eftir að hafa verið kyrrsett af dómstól í Ismailia. Eins og þekkt er orðið festist skipið í Súes-skurðinum, með þeim afleiðingum að öll umferð um skurðin stöðvaðist í um það bil viku.

Hafa loksins leyst úr mestu flækjunni við Súes­­skurðinn

Loks hefur endanlega tekist að leysa úr mestu flækjunni sem skapaðist í og við Súesskurðinn þegar flutningaskipið Ever Given festist þversum í skipaskurðinum. Yfir fjögur hundruð skip sátu föst á meðan unnið var að því að losa Ever Given sem festist í skurðinum þann 23. mars og sat fast í nokkra daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×