Ætluðu ekki að beita skyndisóknum en tryggðu sér sæti í úrslitum þökk sé þeim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2021 21:30 Riyad Mahrez var frábær í kvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Riyad Mahrez var hetja Manchester City í einvígi liðsins gegn París Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Alsíringurinn skoraði þrjú af fjórum mörkum City, þar á meðal bæði mörkin í 2-0 sigri kvöldsins. „Þetta var mjög góður leikur. Aftur þá byrjuðum við ekki vel, við áttum ekki góðan fyrri hálfleik en við náðum markinu sem skiptir máli og eftir það leið okkur betur. Við spiluðum vel í síðari hálfleik og hefðum getað bætt við mörkum. Þeir fóru út af sporinu og byrjuðu að sparka okkur, eftir rauða spjaldið var þetta enn þægilegra,“ sagði Mahrez við BT Sport að leik loknum. „Það var ekki leikplanið að beita skyndisóknum en þeir þurftu að koma ofarlega á völlinn til að mæta okkur, mögulega vorum við neðar en vanalega og við erum góðir í skyndisóknum. Þannig komu mörkin tvö í kvöld og við erum ánægðir með það.“ „Auðvitað var langa sendingin frá Ederson í fyrsta markinu ætluð Oleksandr Zinchenko. Við vitum að hann getur sent boltann í markið hinum megin á vellinum og við æfum þetta ítrekað. Í dag virkaði það,“ sagði Mahrez um fyrra mark sitt í dag. „Þú þarft að spila vel og allir þurfa að leggja sitt af mörkum varnarlega. Við fengum ekki á okkur mörg færi og ég held að það sé ástæða þess að við erum komnir í úrslit. Við eigum leik á laugardag sem við þurfum að vinna til að verða Englandsmeistarar. Eftir það förum við að einbeita okkur að úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu,“ sagði brögðótti vængmaðurinn að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
„Þetta var mjög góður leikur. Aftur þá byrjuðum við ekki vel, við áttum ekki góðan fyrri hálfleik en við náðum markinu sem skiptir máli og eftir það leið okkur betur. Við spiluðum vel í síðari hálfleik og hefðum getað bætt við mörkum. Þeir fóru út af sporinu og byrjuðu að sparka okkur, eftir rauða spjaldið var þetta enn þægilegra,“ sagði Mahrez við BT Sport að leik loknum. „Það var ekki leikplanið að beita skyndisóknum en þeir þurftu að koma ofarlega á völlinn til að mæta okkur, mögulega vorum við neðar en vanalega og við erum góðir í skyndisóknum. Þannig komu mörkin tvö í kvöld og við erum ánægðir með það.“ „Auðvitað var langa sendingin frá Ederson í fyrsta markinu ætluð Oleksandr Zinchenko. Við vitum að hann getur sent boltann í markið hinum megin á vellinum og við æfum þetta ítrekað. Í dag virkaði það,“ sagði Mahrez um fyrra mark sitt í dag. „Þú þarft að spila vel og allir þurfa að leggja sitt af mörkum varnarlega. Við fengum ekki á okkur mörg færi og ég held að það sé ástæða þess að við erum komnir í úrslit. Við eigum leik á laugardag sem við þurfum að vinna til að verða Englandsmeistarar. Eftir það förum við að einbeita okkur að úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu,“ sagði brögðótti vængmaðurinn að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira