Innlent

Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólu­sett

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Alma Möller landlæknir var bólusett með bóluefni Pfizer klukkan tíu í morgun.
Alma Möller landlæknir var bólusett með bóluefni Pfizer klukkan tíu í morgun. Vísir/Vilhelm

Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer.

Fjöldi fólks var bólusettur í dag í Laugardalshöll og náði röðin alla leið út Engjaveginn, þar sem Laugardalhöll stendur, og að hringtorginu á Reykjavegi þegar mest lét. Til stendur að bólusetja um 40 þúsund manns á landsvísu í þessari viku.

Heimir Már Pétursson ræddi við Ölmu þegar hún mætti í Laugardalshöll í dag.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og segir hann stemninguna hafa verið mjög góða í Laugardalshöll þegar Alma gekk inn í salinn. 

Það var klappað fyrir Ölmu þegar hún hlaut bólusetninguna.Vísir/Vilhelm

Klappað var fyrir henni í framhaldinu eins og gert var þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætti á dögunum.

„Hægt að færa rök fyrir því að hjarðónæmi náist fyrr með því að taka úrtak úr öllum aldurshópum,“ sagði Alma áður en að hún var bólusett.

„Þetta gengur stórkostlega vel og eina er að það er takmarkað framboð af bóluefninu.“

Röðin fyrir utan Laugardalshöll í morgun náði langar leiðir en tíu þúsund voru boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm

Í vikunni verða samtals 14 þúsund bólusettir með bóluefninu frá Pfizer, 6.500 verða bólusettir með bóluefninu frá Janssen, 15 þúsund verða bólusettir með bóluefni AstraZeneca og á höfuðborgarsvæðinu verða fjögur þúsund bólusettir með bóluefni Moderna að því er fram kemur á vef embættis landlæknis.

Alma hlaut fyrsta skammt bóluefnis Pfizer gegn Covid-19 í morgun.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Laugardalshöll eins og vel smurð vél í bólusetningunum

Það var eins og fólk hefði aldrei gert annað en tekið þátt í skipulegum bólusetningum þegar það streymdi inn í Laugardalshöllina öðrum megin og út úr henni hinum meginn í dag. Sóttvarnalæknir var einn þeirra og var snortinn af móttökunum sem hann fékk.

Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.