Innlent

Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Klappað var fyrir Þórólfi þegar hann mætti til bólusetningar um klukkan tíu í dag.
Klappað var fyrir Þórólfi þegar hann mætti til bólusetningar um klukkan tíu í dag. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca.

Fyrr í mánuðinum ákvað Þórólfur að þiggja ekki bólusetningu sem læknir, þar sem hann væri ekki að hitta sjúklinga. Nú er komið að honum vegna aldurs hans en Þórolfur er fæddur árið 1953.

Klappað var fyrir Þórólfi þegar hann gekk í salinn í Laugardalshöllinni en Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, segir stemninguna hafa verið eins og landsliðið hafi verið að ganga á völl.

Vonast er til þess að bólusetja níu þúsund manns í dag og alls 25 þúsund manns í vikunni.

Þórólfur bólusettur.Vísir/Vilhelm

Borið hefur á því að fólk hafi afþakkað bóluefni AstraZeneca en bóluefnið hefur verið tengt við afar sjaldgæf blóðsega og blæðingavandamál. Fólk eldra en sextíu ára fær bóluefnið en ekki konur undir 55 ára. Þórólfur segir að búið sé að velja út þann hóp sem sé í eins lítilli áhættu og mögulegt er.

„Ég tel að bóluefnið sé öruggt og mjög virkt,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu á mánudaginn.


Tengdar fréttir

Svandís bjartsýn afléttingu takmarkana samhliða auknum bólusetningum

Heilbrigðisráðherra segir unnið að því að útfæra bólusetningardagatalið þannig að fólk á öllum aldri geti séð nokkurn veginn hvenær það megi reikna með að fá bólusetningu við covid 19. Í dag var birt áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða samhliða fjölgun fólks sem verið hefur bólusett.

Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni

Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til.

„Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.