Erlent

Fimmtán létust þegar lestarbrú hrundi í Mexíkóborg

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sjötíu eru sagðir hafa slasast.
Sjötíu eru sagðir hafa slasast. epa/Carlos Ramirez

Að minnsta kosti fimmtán létust og tugir slösuðust þegar lestarbrú í Mexíkóborg hrundi í þann mund sem lest ók á henni.

Nokkrir lestarvagnar steyptust til jarðar og að minnsta kosti ein bifreið sem var undir brúnni á umferðargötu kramdist þegar einn vagnanna lenti á henni. 

Slysið átti sér stað seint í gærkvöldi og enn er björgunarlið að störfum á slysstað. 

Hluti lestarinnar hangir enn fram af brúnni og er vitað um fólk í vagninum en óljóst er hvort það sé lífs eða liðið. 

Óttast er að fleiri hafi látist í slysinu.

Uppfært kl. 7.12:

BBC greinir frá því að fjöldi látinna sé kominn í 20.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×