Repúblikanar í Utah bauluðu á Romney Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2021 12:21 MItt Romney í ræðupúlti á þingi Repúblikanaflokksins í Utah á laugardag. AP/Rick Bowmer Fulltrúar á þingi Repúblikanaflokksins í Utah bauluðu á Mitt Romney, öldungadeildarþingmann flokksins í ríkinu, um helgina. Tillaga um að ávíta Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að sakfella Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot var felld með naumum meirihluta. Romney var eini repúblikaninn sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði sakfelldur fyrir embættisbrot vegna þrýstingsherferðar hans gegn úkraínskum stjórnvöldum í febrúar 2020. Þegar Trump var aftur kærður fyrir embættisbrot fyrir að hafa æst múg til árásar á þinghúsið í janúar var Romney í hópi sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að forsetinn yrði sakfelldur. Þegar Romney tók til máls á þingi flokks síns í heimaríkinu Utah um helgina var baulað hressilega á hann, að sögn Washington Post. Einhverjir þeirra tæplega tvö þúsund fulltrúa sem sátu þingið fögnuðu honum þó. „Þið þekkið mig sem mann sem segir það sem honum er í huga og ég dreg ekki dul á ég var ekki aðdáandi persónuleikagalla síðasta forseta okkar,“ sagði Romney og uppskar enn frekar baul frá fundargestum. „Farið þið ekkert hjá ykkur?“ spurði Romney eftir að hann gerði hlé á máli sínu undir baulinu í nokkrar sekúndur. Tillaga var borin upp á fundinum um að flokkurinn ávítti Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að fjarlægja Trump úr embætti forseta. Í henni var Romney sakaður um að hafa ítrekað gagnrýnt forsetann og þannig skaðað bæði forsetann og flokkinn í kosningunum í fyrra. Aðrir þingmenn ríkisins voru aftur á móti lofaðir fyrir stuðning sinn við forsetann fyrrverandi. Fundurinn klofnaði í afstöðu sinni til tillögunnar. Hún var á endanum felld með 798 atkvæðum gegn 711. Sumir fundargestir eru sagðir hafa kallað „svikari“ og „kommúnisti“ að Romney. Romney sagðist í ræðu sinni harma að einhverjir flokksfélagar kynnu illa við hann en hann fylgdi sannfæringu sinni og samvisku. Uppskar hann fagnaðarlæti fyrir þau orð. Minnti hann fundargesti jafnframt á að hann hefði verið repúblikani alla tíð. „Ef þið munið það ekki þá var ég frambjóðandi repúblikana til forseta árið 2012,“ sagði fyrrverandi forsetaframbjóðandinn sem tapaði fyrir Barack Obama í kosningum þess árs. Þrátt fyrir að Trump hafi tapað kosningunum í haust og verji tíma sínum við golf í sveitaklúbbi sínum á Flórída hefur fyrrverandi forsetinn enn gríðarleg ítök í Repúblikanaflokknum. Þingmenn flokksins sem greiddu annað hvort atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eða sakfella hann fyrir það hafa þegar verið ávíttir í heimaríkjum sínum. „Ég skal segja ykkur nokkuð, ef við kljúfum flokkinn verðum við flokkur sem tapar,“ sagði Romney við flokksfélaga sína. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bush sakar flokk sinn um einangrunarhyggju og andúð á innflytjendum Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur gefið sig á vald einangrunarhyggju og verndarstefnu, að mati George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur sérstakar áhyggjur af orðræðu flokkssystkina sinna í garð innflytjenda. 26. apríl 2021 11:04 Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Romney var eini repúblikaninn sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði sakfelldur fyrir embættisbrot vegna þrýstingsherferðar hans gegn úkraínskum stjórnvöldum í febrúar 2020. Þegar Trump var aftur kærður fyrir embættisbrot fyrir að hafa æst múg til árásar á þinghúsið í janúar var Romney í hópi sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að forsetinn yrði sakfelldur. Þegar Romney tók til máls á þingi flokks síns í heimaríkinu Utah um helgina var baulað hressilega á hann, að sögn Washington Post. Einhverjir þeirra tæplega tvö þúsund fulltrúa sem sátu þingið fögnuðu honum þó. „Þið þekkið mig sem mann sem segir það sem honum er í huga og ég dreg ekki dul á ég var ekki aðdáandi persónuleikagalla síðasta forseta okkar,“ sagði Romney og uppskar enn frekar baul frá fundargestum. „Farið þið ekkert hjá ykkur?“ spurði Romney eftir að hann gerði hlé á máli sínu undir baulinu í nokkrar sekúndur. Tillaga var borin upp á fundinum um að flokkurinn ávítti Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að fjarlægja Trump úr embætti forseta. Í henni var Romney sakaður um að hafa ítrekað gagnrýnt forsetann og þannig skaðað bæði forsetann og flokkinn í kosningunum í fyrra. Aðrir þingmenn ríkisins voru aftur á móti lofaðir fyrir stuðning sinn við forsetann fyrrverandi. Fundurinn klofnaði í afstöðu sinni til tillögunnar. Hún var á endanum felld með 798 atkvæðum gegn 711. Sumir fundargestir eru sagðir hafa kallað „svikari“ og „kommúnisti“ að Romney. Romney sagðist í ræðu sinni harma að einhverjir flokksfélagar kynnu illa við hann en hann fylgdi sannfæringu sinni og samvisku. Uppskar hann fagnaðarlæti fyrir þau orð. Minnti hann fundargesti jafnframt á að hann hefði verið repúblikani alla tíð. „Ef þið munið það ekki þá var ég frambjóðandi repúblikana til forseta árið 2012,“ sagði fyrrverandi forsetaframbjóðandinn sem tapaði fyrir Barack Obama í kosningum þess árs. Þrátt fyrir að Trump hafi tapað kosningunum í haust og verji tíma sínum við golf í sveitaklúbbi sínum á Flórída hefur fyrrverandi forsetinn enn gríðarleg ítök í Repúblikanaflokknum. Þingmenn flokksins sem greiddu annað hvort atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eða sakfella hann fyrir það hafa þegar verið ávíttir í heimaríkjum sínum. „Ég skal segja ykkur nokkuð, ef við kljúfum flokkinn verðum við flokkur sem tapar,“ sagði Romney við flokksfélaga sína.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bush sakar flokk sinn um einangrunarhyggju og andúð á innflytjendum Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur gefið sig á vald einangrunarhyggju og verndarstefnu, að mati George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur sérstakar áhyggjur af orðræðu flokkssystkina sinna í garð innflytjenda. 26. apríl 2021 11:04 Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Bush sakar flokk sinn um einangrunarhyggju og andúð á innflytjendum Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur gefið sig á vald einangrunarhyggju og verndarstefnu, að mati George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur sérstakar áhyggjur af orðræðu flokkssystkina sinna í garð innflytjenda. 26. apríl 2021 11:04
Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43
Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05
Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01