Telja Ísland öruggasta áfangastaðinn í heimsfaraldri Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2021 20:01 Strati Hvartos og Caroline Fiorito, ferðalangar frá Los Angeles, voru spennt fyrir Íslandsferðinni. Vísir/Sigurjón Hundrað og þrjátíu ferðamenn frá Bandaríkjunum, langflestir bólusettir, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Þeir hafa sumir beðið í rúmt ár eftir Íslandsferðinni og eru sammála um að landið sé öruggur áfangastaður í heimsfaraldri. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Delta flýgur farþegum til landsins en félagið mun nú í maí hefja daglegt áætlunarflug milli Bandaríkjanna og Íslands. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði að koma ferðamannanna marki mögulega upphaf íslenska ferðasumarsins. Einhverra áhrifa virðist mögulega þegar farið að gæta í ferðaþjónustunni. „Ætli það hafi ekki selst jafnmikið síðustu viku og er búið að vera að seljast núna frá áramótum,“ sagði Hallgrímur Lárusson, bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni. Hann var mættur á Keflavíkurflugvöll í morgun til að sækja ferðamann sem kom með Delta-fluginu og aka honum á dvalarstað hans í Reykjavík. Hallgrímur Lárusson bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni.Vísir/Sigurjón Fréttastofa fylgdist með ferðamönnum streyma gegnum flugvöllinn í morgun. Flestir voru á því að Ísland væri öruggur valkostur í heimsfaraldri. „Við kusum Ísland því það virðist besti kosturinn nú í faraldrinum. Við teljum landið öruggasta staðinn að ferðast til. Einnig eru mjög fáir ferðamenn hér nú,“ sagði Strati Hvartos, ljósmyndari frá Los Angeles, sem stefnir á að vera hér á landi í tvær vikur ásamt kærustu sinni, leikmyndahönnuðinum Caroline Fiorito. Og allir sem fréttastofa ræddi við hlökkuðu til ferðalagsins um Ísland. Þær Yasmine Kim og Megan Newsom læknanemar voru mjög spenntar fyrir ferð sinni en þær stefndu á Suðurland. „Við vorum að ljúka læknanámi og þetta er því útskriftarferð,“ sagði Megan. Flugmaðurinn Rohan Bahtia var loks mættur í langþráð frí. „Við höfum beðið í eitt og hálft ár eftir því að komast til Íslands. Landið er í miklu uppáhaldi hjá okkur og við erum glöð að vera komin.“ Koppa-fjölskyldan frá Bandaríkjunum; Sarah og Corey ásamt dætrum sínum þremur, þeim Sophiu, Ameliu og Annalise.Vísir/Sigurjón Tilhlökkunin gerði strax vart við sig í flugvélinni að sögn Koppa-fjölskyldunnar; Söruh, hjúkrunarfræðings, Corey, iðnaðarmanns, og dætra þeirra þriggja; Sophiu, Ameliu og Annalise. „Allir voru mjög spenntir að komast á annan stað en í Bandaríkjunum. Við hlökkum til að heimsækja annað land. Stemningin var mjög góð. Vélin var full,“ sagði Sarah. Elsta dóttirin Sophia kvaðst hlakka til ferðarinnar. Innt eftir því hverju hún væri spenntust fyrir sagði hún að það væru líklega fossarnir. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem Delta flýgur farþegum til landsins en félagið mun nú í maí hefja daglegt áætlunarflug milli Bandaríkjanna og Íslands. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði að koma ferðamannanna marki mögulega upphaf íslenska ferðasumarsins. Einhverra áhrifa virðist mögulega þegar farið að gæta í ferðaþjónustunni. „Ætli það hafi ekki selst jafnmikið síðustu viku og er búið að vera að seljast núna frá áramótum,“ sagði Hallgrímur Lárusson, bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni. Hann var mættur á Keflavíkurflugvöll í morgun til að sækja ferðamann sem kom með Delta-fluginu og aka honum á dvalarstað hans í Reykjavík. Hallgrímur Lárusson bílstjóri hjá Snælandi Grímssyni.Vísir/Sigurjón Fréttastofa fylgdist með ferðamönnum streyma gegnum flugvöllinn í morgun. Flestir voru á því að Ísland væri öruggur valkostur í heimsfaraldri. „Við kusum Ísland því það virðist besti kosturinn nú í faraldrinum. Við teljum landið öruggasta staðinn að ferðast til. Einnig eru mjög fáir ferðamenn hér nú,“ sagði Strati Hvartos, ljósmyndari frá Los Angeles, sem stefnir á að vera hér á landi í tvær vikur ásamt kærustu sinni, leikmyndahönnuðinum Caroline Fiorito. Og allir sem fréttastofa ræddi við hlökkuðu til ferðalagsins um Ísland. Þær Yasmine Kim og Megan Newsom læknanemar voru mjög spenntar fyrir ferð sinni en þær stefndu á Suðurland. „Við vorum að ljúka læknanámi og þetta er því útskriftarferð,“ sagði Megan. Flugmaðurinn Rohan Bahtia var loks mættur í langþráð frí. „Við höfum beðið í eitt og hálft ár eftir því að komast til Íslands. Landið er í miklu uppáhaldi hjá okkur og við erum glöð að vera komin.“ Koppa-fjölskyldan frá Bandaríkjunum; Sarah og Corey ásamt dætrum sínum þremur, þeim Sophiu, Ameliu og Annalise.Vísir/Sigurjón Tilhlökkunin gerði strax vart við sig í flugvélinni að sögn Koppa-fjölskyldunnar; Söruh, hjúkrunarfræðings, Corey, iðnaðarmanns, og dætra þeirra þriggja; Sophiu, Ameliu og Annalise. „Allir voru mjög spenntir að komast á annan stað en í Bandaríkjunum. Við hlökkum til að heimsækja annað land. Stemningin var mjög góð. Vélin var full,“ sagði Sarah. Elsta dóttirin Sophia kvaðst hlakka til ferðarinnar. Innt eftir því hverju hún væri spenntust fyrir sagði hún að það væru líklega fossarnir.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira