Erlent

Hvetja Breta til að sýna biðlund

Sylvía Hall skrifar
Síðustu tilslakanir tóku gildi 16. apríl, mörgum til mikillar gleði. Nú er óþreyju farið að gæta hjá veitingamönnum sem vilja frekari tilslakanir.
Síðustu tilslakanir tóku gildi 16. apríl, mörgum til mikillar gleði. Nú er óþreyju farið að gæta hjá veitingamönnum sem vilja frekari tilslakanir. Getty/Rob Pinney

Vísindalegur ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segir landsmenn þurfa að vera þolinmóða í aðdraganda næstu tilslakana þar sem enn eigi eftir að bólusetja töluverðan fjölda. Þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum er ekki útilokað að ný bylgja geti farið af stað.

Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins en áætlað er að næstu tilslakanir verði 17. maí. Þá muni veitingastöðum, krám og kaffihúsum vera heimilt að þjóna fólki innandyra en eins og stendur eru útisvæði einungis opin.

Útlit er fyrir að ferðalög milli landa hefjist á ný með svokölluðu umferðarljósakerfi, sem svipar til litakóðunarkerfisins sem hefur verið kynnt hér á landi, þar sem lönd verða flokkuð í áhættumati með tilliti til smita.

Staðan í Bretlandi hefur batnað umtalsvert á undanförnum vikum og hafa sumir kallað eftir tilslökunum fyrr. Veitingamaðurinn Hugh Osmond segir í samtali við breska ríkisútvarpið að öll tölfræði benti til þess að hægt væri að slaka meira á takmörkunum innanlands þar sem sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum fækkaði hraðar en áætlað var og það væru „engar líkur“ á að heilbrigðiskerfi landsins þyldi ekki álagið.

Vísindamenn eru þó ekki á sömu skoðun og segja mikilvægt að læra af fyrri mistökum. Staða faraldursins í Bretlandi byði vissulega upp á tilslakanir í náinni framtíð og bólusetningar hefðu gengið vel, en það væru þó ekki allir komnir með vörn gegn veirunni.

„Sannleikurinn er sá að veiran er ekki farin.“


Tengdar fréttir

Bretar panta auka­skammta af bólu­efni og hyggjast gefa þriðju sprautuna

Bresk yfirvöld hafa pantað sextíu milljón aukaskammta af bóluefni Pfizer-BioNTech gegn covid-19 sem ætlunin er að nota til að bólusetja fólk með þriðju sprautunni af bóluefninu í haust. Þetta þýðir að Bretar hafa í heildina pantað hundrað milljónir skammta af bóluefni Pfizer.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×