Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Kjartan Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 30. apríl 2021 23:31 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Stöð 2 Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá 2013 og vegur húsnæðishækkun og hækkun á mat og drykk þar þyngst. Samtök atvinnulífsins hafa sagt að launaþróun spili stóran þátt í vaxandi verðbólgu að hún hafi ekki haldist í hendur við núverandi efnahagsstöðu. „Það er mikið áhyggjuefni ef að verðbólgan fer að verða þrálát og það er mikið áhyggjuefni almennt alltaf þegar verðbólga lætur á sér kræla þegar atvinnuleysi er tiltöluleg hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Launavísitala á opinberum markaði hefur hækkað um 18,7 prósent og á almennum markaði um fjórtán prósent. Umframhækkun á opinbera markaðnum er sögð skýrast af styttingu vinnuvikunnar. Hún hefur styst um þrettán mínútur á dag á opinberum markaði en níu á þeim almenna. Mest hækkuðu laun þeirra lægst launuðu en hæstu launin hækkuðu minnst samkvæmt tölum sem kjaratölfræðinefnd birti um laun og launaþróun birti í dag. Telurðu að vinnumarkaðurinn hafi mögulega farið fram úr sér í launahækkunum? „Ég held að við höfum að minnsta kosti farið alveg út í ystu mörk þess ramma sem skynsamlegt var að gera,“ sagði Bjarni. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, er á öndverðum meiði. „Ég held nú að Samtök atvinnulífsins þurfi aðeins að fara að skipta um spólu í tækinu. Þau höggva alltaf í sama knérunn sem er hækkun launa,“ segir hún. Hún segir annað hafa haft áhrif á verðbólguna, til dæmis gengisþróun og vaxtalækkun sem hafi ýtt undir hækkun á húsnæðisverði. „Hið augljósa viðbragð við því er að fjölga félagslegum lausnum í húsnæðiskerfinu en hins vegar skulum við hafa það í huga að kjarasamningarnir sem voru gerðir síðast voru mjög hóflegir. Það var krónutöluhækkun. Hins vegar erum við að sjá launaskrið í ákveðnum hópum efsta lagsins. Það er kannski ágætt að efsta lagið leggist á árarnar líka.“ Fjármálaráðherra telur þó ýmislegt hafa áunnist í kjaramálum undanfarin misseri. „Við vonumst til þess að verðbólgubylgja feyki því ekki aftur út af borðinu,“ sagði hann. Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira
Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá 2013 og vegur húsnæðishækkun og hækkun á mat og drykk þar þyngst. Samtök atvinnulífsins hafa sagt að launaþróun spili stóran þátt í vaxandi verðbólgu að hún hafi ekki haldist í hendur við núverandi efnahagsstöðu. „Það er mikið áhyggjuefni ef að verðbólgan fer að verða þrálát og það er mikið áhyggjuefni almennt alltaf þegar verðbólga lætur á sér kræla þegar atvinnuleysi er tiltöluleg hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Launavísitala á opinberum markaði hefur hækkað um 18,7 prósent og á almennum markaði um fjórtán prósent. Umframhækkun á opinbera markaðnum er sögð skýrast af styttingu vinnuvikunnar. Hún hefur styst um þrettán mínútur á dag á opinberum markaði en níu á þeim almenna. Mest hækkuðu laun þeirra lægst launuðu en hæstu launin hækkuðu minnst samkvæmt tölum sem kjaratölfræðinefnd birti um laun og launaþróun birti í dag. Telurðu að vinnumarkaðurinn hafi mögulega farið fram úr sér í launahækkunum? „Ég held að við höfum að minnsta kosti farið alveg út í ystu mörk þess ramma sem skynsamlegt var að gera,“ sagði Bjarni. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, er á öndverðum meiði. „Ég held nú að Samtök atvinnulífsins þurfi aðeins að fara að skipta um spólu í tækinu. Þau höggva alltaf í sama knérunn sem er hækkun launa,“ segir hún. Hún segir annað hafa haft áhrif á verðbólguna, til dæmis gengisþróun og vaxtalækkun sem hafi ýtt undir hækkun á húsnæðisverði. „Hið augljósa viðbragð við því er að fjölga félagslegum lausnum í húsnæðiskerfinu en hins vegar skulum við hafa það í huga að kjarasamningarnir sem voru gerðir síðast voru mjög hóflegir. Það var krónutöluhækkun. Hins vegar erum við að sjá launaskrið í ákveðnum hópum efsta lagsins. Það er kannski ágætt að efsta lagið leggist á árarnar líka.“ Fjármálaráðherra telur þó ýmislegt hafa áunnist í kjaramálum undanfarin misseri. „Við vonumst til þess að verðbólgubylgja feyki því ekki aftur út af borðinu,“ sagði hann.
Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Sjá meira