Erlent

Námsmenn á meðal þrjátíu látinna í bílsprengjuárás

Kjartan Kjartansson skrifar
Verksummerki eftir aðra sprengjuárás í Afganistan í dag, þessa í borginni Herat. Fjórir særðust þar. Ofbeldi hefur færst í aukana eftir ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að seinka því að draga herlið sitt frá landinu.
Verksummerki eftir aðra sprengjuárás í Afganistan í dag, þessa í borginni Herat. Fjórir særðust þar. Ofbeldi hefur færst í aukana eftir ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að seinka því að draga herlið sitt frá landinu. Vísir/EPA

Þrjátíu manns féllu þegar bílsprengja sprakk við gistiheimili í borginni Pul-e-Alam í austanverðu Afganistan í dag. Á meðal þeirra látnu voru framhaldsskólanema sem voru í borginni til að þreyta inntökupróf í háskóla.

Sprengjan sprakk um klukkan 19:00 að staðartíma eða klukkan 15:30 að íslenskum tíma. Hún skemmdi byggingar og lýsa vitni því að fórnarlömb hennar hafi fests undir rústum þegar þök hrundu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Allt að níutíu manns særðust til viðbótar við þá sem létust.

Ofbeldisaldan í Afganistan hefur færst í aukana eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði sér að draga allt bandarískt herlið frá landinu fyrir 11. september. Til stendur að hefja brottflutning herliðsins á morgun. Talibanar höfðu áður gert samning við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að herinn færi fyrir 1. maí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×