Real Madrid kláraði sitt og spennan magnast í toppbaráttunni á Spáni

Karim Benzema.
Karim Benzema. AP/Manu Fernandez)

Real Madrid vann mikilvægan 2-0 sigur þegar Osasuna mætti í heimsókn í kvöld. Madrídingar eru nú í öðru sæti, tveim stigum á eftir nágrönnum sínum í Atletico Madrid.

Real Madrid þurfti á sigri að halda til að halda í við nágranna sína í baráttunni um spænska meistaratitilinn.

Real Madrid átti í miklum erfiðleikum með að brjóta Osasuna niður og markalaust var þegar flautað var til hálfleiks.

Madrídingar stjórnuðu leiknum og það skilaði sér loksins þegar um korter var til leiksloka. Á 76.mínútu kom Eder Militao boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Isco.

Aðeins fjórum mínútum seinna tryggði Casemiro heimamönnum 2-0 sigur eftir stoðsendingu frá Karim Benzema.

Real Madrid heldur því pressunni á nágrönnum sínum og eru enn tveim stigum á eftir Atletico Madrid í öðru sæti. Barcelona fylgir fast á hæla þeirra í þriðja sæti, þrem stigum á eftir Real Madrid og eiga leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira