Innlent

Nokkrir farnir nýlega í sóttkví

Birgir Olgeirsson skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir

Sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins líta ágætlega út. Fimm greindust með veiruna innanlands en allir voru í sóttkví.

„Þessi einstaklingar tengjast fyrri smitum sem við höfum rætt um. Nokkrir af þeim fóru nýlega í sóttkví. Þetta mun sveiflast svona til og frá, innan sóttkvíar og utan, næstu daga. Við erum ekki alveg komin fyrir vind í þessu,“ segir Þórólfur Guðnason.

Barn í fyrsta bekk í Flúðaskóla greindist með veiruna í gær og var ákveðið að loka öllum skólum og íþróttamannvirkjum þar fram yfir helgi. Þrír eru nú í einangrun í Hrunamannahreppi.

200 voru skimaðir í Ölfusi á þriðjudag en enginn þeirra greindist með veiruna. Hins vegar greindist einn með veiruna í Þorlákshöfn í gær og eru nú fjórtán í einangrun í sveitarfélaginu. Stefnt er að því að opna stofnanir sveitarfélagsins aftur eftir helgi.


Tengdar fréttir

Skólum og íþróttamannvirkjum á Flúðum lokað vegna smita

Ákveðið var í gærkvöldi að loka leikskóla, grunnskóla og íþróttamannvirkjum á Flúðum vegna þriggja smita sem upp eru komin í samfélaginu. Lokað verður í skólunum í dag og sundlaug og íþróttahús verða lokuð fram yfir helgi.

Fjórtán íbúar í einangrun og bæjarstjórinn í sóttkví

Fjórtán íbúar Þorlákshafnar eru nú í einangrun vegna Covid-19 og 99 í sóttkví. Elliði Viginsson, bæjarstjóri Ölfus, segir baráttunni ekki lokið þótt staðan líti betur út en um tíma. Sjálfur er hann kominn í sóttkví í þriðja sinn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.