Innlent

Skólum og íþróttamannvirkjum á Flúðum lokað vegna smita

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Að minnsta kosti þrjú smit hafa verið greind á Flúðum.
Að minnsta kosti þrjú smit hafa verið greind á Flúðum. Vísir/Vilhelm

Ákveðið var í gærkvöldi að loka leikskóla, grunnskóla og íþróttamannvirkjum á Flúðum vegna þriggja smita sem upp eru komin í samfélaginu. Lokað verður í skólunum í dag og sundlaug og íþróttahús verða lokuð fram yfir helgi.

Þetta kemur fram í bréfi frá sveitarstjórn Hrunamannahrepps, sem sent var út í gærkvöldi.

Þar kemur fram að nemandi í 1. bekk í Flúðaskóla hafi greinst með Covid-19 en auk þess sé vitað um tvö önnur smit í samfélaginu.

Því hafi verið ákveðið að grípa til harðra aðgerða, til að rjúfa „smitkeðju sem gæti verið í gangi í samfélaginu“. Var ákvörðunin tekin í samráði við smitrakningarteymi almannavarna.

„Gert er ráð fyrir að starfsemi stofnana, nema Flúðaskóla, veðri með venjubundnum hætti á mánudaginn nema ef staðan breytist um helgina.

Það er ljóst að þessar aðgerðir munu hafa töluverð áhrif á alla íbúa og biðjum við alla að taka þeim vel enda gerðar með það í huga að ná sem fyrst tökum á ástandinu og koma í veg fyrir að smit nái að dreifa sér frekar í samfélaginu.

Við hvetjum alla til að nýta sér helgina í að vera heima við og hitta sem fæsta,“ segir í bréfinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.