Aðalsteinn hættir hjá RÚV: „Ég er ekki að hætta í rannsóknarblaðamennsku“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2021 12:46 Aðalsteinn hefur verið partur af ritstjórn fréttaskýringaþáttarins Kveiks undanfarin ár og átti meðal annar stóran þátt í umfjölluninni um Samherja-skjölin svokölluðu. Vísir/Vilhelm „Að vinna á RÚV og í umhverfinu þar, sem er gott að svo rosalega mörgu leyti, er samt orðið þannig að það hefur meiri áhrif á mitt daglega líf en ég kæri mig um,“ segir blaðamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson, sem tilkynnti á Facebook fyrir stundu að í dag væri síðasti vinnudagurinn hans hjá Ríkisútvarpinu. Í Facebook-færslu sinni segist hann vera búin að velta þessu fyrir sér í marga mánuði; hann sé ekki að „fara í neinu fússi“ en að vandlega íhuguðu máli. Aðalsteinn segist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu „að RÚV sé ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur“. En er hann að hætta vegna starfsaðstæðna innan RÚV eða gagnrýni á RÚV? „Ég er ekki að hætta í rannsóknarblaðamennsku eða gagnrýnni blaðamennsku,“ svarar hann. Ef marka má athugasemdir við Facebook-færsluna virðist tilkynning hans hafa komið einhverjum samstarfsfélögum á óvart. „Ég er búin að vera, núna síðustu fjögur ár, á ritstjórn Kveiks og ég hef að sjálfsögðu verið opinn gagnvart þeim með það sem ég hef verið að hugsa,“ segir Aðalsteinn. „Þetta kemur þeim ekkert á óvart.“ Hann segist ekki vera að hætta vegna úrskurðar siðanefndar RÚV um Helga Seljan, samstarfsfélaga hans, en það sé vissulega þáttur í starfsumhverfinu að þurfa að takast á við eitthvað á borð við hana. En þegar hann talar um starfsumhverfið á RÚV getur hann átt við tvennt; starfsumhverfið á vinnustaðnum sjálfum og svo stöðuga gagnrýni einstaklinga út í bæ, sem margir finna ríkisfjölmiðlinum allt til foráttu. Hvort er hann að tala um? „Ég á ekkert von á því að einhverjir sem eru óánægðir með það sem ég er að gera í vinnunni hætti að kalla mig öllum illum nöfnum eða ráðast að mínum trúverðugleika,“ svarar Aðalsteinn dulur. „Ég þoli það.“ Ákvörðunin sé fyrst og fremst persónuleg. „Starfsumhverfið á RÚV er bara ekki fyrir mig. Kveikur er áfram frábær þáttur og mikilvægur og RÚV er einn mikilvægasti fjölmiðill á Íslandi,“ segir hann. Kjarninn segist hafa heimildir fyrir því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa á Stundinni en sjálfur vill hann lítið gefa upp um næstu skref. „Ég er ennþá starfsmaður RÚV, út daginn. Svo tek ég mér frí í næstu viku.“ Í dag er síðasti dagurinn minn á RÚV. Kveikur er frábær þáttur sem ég trúi að sé mikilvægur. Eftir að hafa hugsað mikið...Posted by Aðalsteinn Kjartansson on Friday, April 30, 2021 Uppfært 14:57: Stundin hefur greint frá því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa hjá Stundinni. Hann hefji störf í næstu viku. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í Facebook-færslu sinni segist hann vera búin að velta þessu fyrir sér í marga mánuði; hann sé ekki að „fara í neinu fússi“ en að vandlega íhuguðu máli. Aðalsteinn segist engu að síður hafa komist að þeirri niðurstöðu „að RÚV sé ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur“. En er hann að hætta vegna starfsaðstæðna innan RÚV eða gagnrýni á RÚV? „Ég er ekki að hætta í rannsóknarblaðamennsku eða gagnrýnni blaðamennsku,“ svarar hann. Ef marka má athugasemdir við Facebook-færsluna virðist tilkynning hans hafa komið einhverjum samstarfsfélögum á óvart. „Ég er búin að vera, núna síðustu fjögur ár, á ritstjórn Kveiks og ég hef að sjálfsögðu verið opinn gagnvart þeim með það sem ég hef verið að hugsa,“ segir Aðalsteinn. „Þetta kemur þeim ekkert á óvart.“ Hann segist ekki vera að hætta vegna úrskurðar siðanefndar RÚV um Helga Seljan, samstarfsfélaga hans, en það sé vissulega þáttur í starfsumhverfinu að þurfa að takast á við eitthvað á borð við hana. En þegar hann talar um starfsumhverfið á RÚV getur hann átt við tvennt; starfsumhverfið á vinnustaðnum sjálfum og svo stöðuga gagnrýni einstaklinga út í bæ, sem margir finna ríkisfjölmiðlinum allt til foráttu. Hvort er hann að tala um? „Ég á ekkert von á því að einhverjir sem eru óánægðir með það sem ég er að gera í vinnunni hætti að kalla mig öllum illum nöfnum eða ráðast að mínum trúverðugleika,“ svarar Aðalsteinn dulur. „Ég þoli það.“ Ákvörðunin sé fyrst og fremst persónuleg. „Starfsumhverfið á RÚV er bara ekki fyrir mig. Kveikur er áfram frábær þáttur og mikilvægur og RÚV er einn mikilvægasti fjölmiðill á Íslandi,“ segir hann. Kjarninn segist hafa heimildir fyrir því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa á Stundinni en sjálfur vill hann lítið gefa upp um næstu skref. „Ég er ennþá starfsmaður RÚV, út daginn. Svo tek ég mér frí í næstu viku.“ Í dag er síðasti dagurinn minn á RÚV. Kveikur er frábær þáttur sem ég trúi að sé mikilvægur. Eftir að hafa hugsað mikið...Posted by Aðalsteinn Kjartansson on Friday, April 30, 2021 Uppfært 14:57: Stundin hefur greint frá því að Aðalsteinn hafi ráðið sig til starfa hjá Stundinni. Hann hefji störf í næstu viku.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira