Erlent

Grjótkast varð að snörpum átökum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá heræfingu í Kirgistan fyrr í vikunni.
Frá heræfingu í Kirgistan fyrr í vikunni. AP/Vladimir Voronin

Yfirvöld í Kirgistan segja að minnst þrettán manns hafa fallið í átökum við hermenn Tadsíkistan. Þá hafi vel yfir hundrað manns særst, þar af tveir í alvarlegu ástandi.

Til mikilla átaka kom á landamærum ríkjanna í vikunni og segjast Kirgisar hafa þurft að flytja rúmlega tíu þúsund manns frá heimilum sínum í Batken-héraði, á umdeildum landamærum ríkjanna tveggja.

Tadsíkar segja tvo borgara hafa særst í átökunum og annar þeirra sé í alvarlegu ástandi, samkvæmt frétt DW.

Báðir aðilar saka hinn um að hafa valdið átökunum, sem hófust í raun á miðvikudaginn þegar íbúar beggja ríkja fóru að kasta grjóti yfir landamærin, samkvæmt frétt BBC. Í kjölfarið fóru borgarar að skjóta á aðra yfir landamærin og það stigmagnaðist svo fljótt upp í harða bardaga, þrátt fyrir að reynt hafi verið að grípa til vopnahlés. Vopnahlé náðst svo seinna í gær.

Slæm afmörkun landamæra ríkjanna, eftir að þau öðluðust sjálfstæði frá Sovétríkjunum hefur leitt til ítrekaðra bardaga á milli. DW segir ríkin deila um rúman þriðjung landamæra þeirra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.