Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 18:18 Navalní kom fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu. Hann áfrýjaði dómi sem hann hlaut fyrir meiðyrði í garð uppgjafarhermanns í febrúar. Dómari hafnaði áfrýjuninni. AP/Svæðisdómstóll Bubiskinskí Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. Vladímír Pútín Rússlandsforseti fékk það óþvegið þegar Navalní kom fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu þar sem hann dúsir í dag. Sakaði Navalní hann um að hafa aðeins áhuga á að ríghalda í völdin að eilífu. Lýsti hann Pútín sem keisara í engum fötum sem rændi þjóðina og svipti hana framtíð sinni. Á sjónvarpsmyndum sást greinilega hversu mikið Navanlí hefur horast eftir 24 daga hungurverkfall sem hann fór í til þess að knýja á um viðunandi læknisaðstoð vegna mikils bakverks og doða í fótleggjum. Hann segist nú vega 72 kíló, jafnmikið og þegar hann var í skóla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Málið sem Navalní svaraði fyrir varðaði sekt sem hann hlaut fyrir að meiða æru uppgjafarhermanns úr síðari heimsstyrjöldinni sem kom fram í áróðursmyndbandi fyrir ríkisstjórn Pútín. Annar dómstóll í Moskvu metur nú hvort lýsa eigi samtök Navalní sem berjast gegn spillingu í Rússland öfgasamtök að kröfu saksóknara ríkisins. Dómari hefur þegar bannað samtökunum að dreifa upplýsingum opinberlega, skipuleggja viðburði og margt fleira. Fallist dómurinn á kröfuna gætu bandamenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Í því ljósi tilkynnti Leonid Volkov, náinn bandamaður Navalní sem stýrir svæðisskrifstofum samtakanna um allt land, að það væri ómögulegt að halda starfsemi þeirra áfram. Skrifstofurnar hafa leikið lykilhlutverk í að skipuleggja viðburði og mótmælaaðgerðir um allt Rússland. „Því miður er ómögulegt að vinna við þessar aðstæður. Við ætlum formlega að leggja niður net höfuðstöðva Navalní,“ sagði Volkov. Volkov hét því þó að samtökin ætluðu ekki að gefast upp. Flestar svæðisskrifstofurnar yrðu áfram starfandi en nú sjálfstætt. Kreml sker upp herör gegn Navalní og samtökum hans Ríkisstjórn Pútín hefur undanfarið skorið upp herör gegn Navalní og samtökum hans sem margir telja að sé hefnd vegna harðrar gagnrýni hans á stjórnvöld í Kreml. Navalní sjálfur afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut eftir að yfirvöld töldu hann sekan um að hafa rofið skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárdrátt árið 2014. Þeim dómi lýsti Mannréttindadómstóll Evrópu sem gerræðislegum og óréttlátum. Navalní var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og fékk læknismeðferð í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst. Hann sakar stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því neitar forsetinn. Navalní var handtekinn á flugvellinum þegar hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Fjöldi samverkamanna hans hefur einnig verið handtekinn undanfarnar vikur og sumir þeirra settir í stofufangelsi. Samtök hans hafa ítrekað orðið fyrir húsleit og öðrum aðgerðum lögreglu. Þau hafa ítrekað afhjúpað spillingu háttsettra ráðamanna í Rússlandi. Nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda er að krefjast þess að samtök Navanlí verði lýst öfgasamtök. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum þar sem leynd ríkir yfir gögnum sem saksóknari lagði fram í málinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti fékk það óþvegið þegar Navalní kom fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu þar sem hann dúsir í dag. Sakaði Navalní hann um að hafa aðeins áhuga á að ríghalda í völdin að eilífu. Lýsti hann Pútín sem keisara í engum fötum sem rændi þjóðina og svipti hana framtíð sinni. Á sjónvarpsmyndum sást greinilega hversu mikið Navanlí hefur horast eftir 24 daga hungurverkfall sem hann fór í til þess að knýja á um viðunandi læknisaðstoð vegna mikils bakverks og doða í fótleggjum. Hann segist nú vega 72 kíló, jafnmikið og þegar hann var í skóla, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Málið sem Navalní svaraði fyrir varðaði sekt sem hann hlaut fyrir að meiða æru uppgjafarhermanns úr síðari heimsstyrjöldinni sem kom fram í áróðursmyndbandi fyrir ríkisstjórn Pútín. Annar dómstóll í Moskvu metur nú hvort lýsa eigi samtök Navalní sem berjast gegn spillingu í Rússland öfgasamtök að kröfu saksóknara ríkisins. Dómari hefur þegar bannað samtökunum að dreifa upplýsingum opinberlega, skipuleggja viðburði og margt fleira. Fallist dómurinn á kröfuna gætu bandamenn Navalní átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Í því ljósi tilkynnti Leonid Volkov, náinn bandamaður Navalní sem stýrir svæðisskrifstofum samtakanna um allt land, að það væri ómögulegt að halda starfsemi þeirra áfram. Skrifstofurnar hafa leikið lykilhlutverk í að skipuleggja viðburði og mótmælaaðgerðir um allt Rússland. „Því miður er ómögulegt að vinna við þessar aðstæður. Við ætlum formlega að leggja niður net höfuðstöðva Navalní,“ sagði Volkov. Volkov hét því þó að samtökin ætluðu ekki að gefast upp. Flestar svæðisskrifstofurnar yrðu áfram starfandi en nú sjálfstætt. Kreml sker upp herör gegn Navalní og samtökum hans Ríkisstjórn Pútín hefur undanfarið skorið upp herör gegn Navalní og samtökum hans sem margir telja að sé hefnd vegna harðrar gagnrýni hans á stjórnvöld í Kreml. Navalní sjálfur afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann hlaut eftir að yfirvöld töldu hann sekan um að hafa rofið skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárdrátt árið 2014. Þeim dómi lýsti Mannréttindadómstóll Evrópu sem gerræðislegum og óréttlátum. Navalní var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og fékk læknismeðferð í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst. Hann sakar stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því neitar forsetinn. Navalní var handtekinn á flugvellinum þegar hann sneri aftur til Rússlands í janúar. Fjöldi samverkamanna hans hefur einnig verið handtekinn undanfarnar vikur og sumir þeirra settir í stofufangelsi. Samtök hans hafa ítrekað orðið fyrir húsleit og öðrum aðgerðum lögreglu. Þau hafa ítrekað afhjúpað spillingu háttsettra ráðamanna í Rússlandi. Nýjasta útspil rússneskra stjórnvalda er að krefjast þess að samtök Navanlí verði lýst öfgasamtök. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum þar sem leynd ríkir yfir gögnum sem saksóknari lagði fram í málinu, að sögn AP-fréttastofunnar.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Kreml vængstífir samtök Navalní Samtökum Alexeis Navalní gegn spillingu var bannað að koma upplýsingum á framfæri á netinu eða í gegnum fjölmiðla, skipuleggja viðburði, taka þátt í kosningum eða nota bankareikninga með úrskurði dómstóls í Moskvu í dag. Yfir samtökunum vofir einnig að vera lýst öfgasamtök. 27. apríl 2021 18:57