Yfirheyra loks manninn sem rauf einangrun og er talinn hafa komið af stað hópsmitinu Eiður Þór Árnason skrifar 29. apríl 2021 14:11 Leikskólinn Jörfi í Hæðagarði. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst á næstu dögum taka skýrslu af karlmanni sem er bæði grunaður um brot á sóttkví og einangrun. Þá er grunur um að hann tengist hópsmitinu sem upp kom á leikskólanum Jörfa. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir þetta með grófari sóttvarnabrotum sem lögreglan hafi rannsakað. RÚV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn lauk einangrun vegna kórónuveirusýkingar á sunnudagskvöld og hefur lögregla ekki náð að yfirheyra hann fram að þessu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 þann 19. apríl að maðurinn væri sakaður um að hafa brotið gegn skyldu um sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og rofið einangrun eftir að hann greindist jákvæður í seinni sýnatöku. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að maðurinn hafi komið af stað áðurnefndu hópsmiti á leikskólanum Jörfa í Bústaðahverfi. Skikkaður í sóttvarnahús Fram kom í frétt Mbl.is að maðurinn hafi verið fluttur í sóttvarnahús þann 12. apríl eftir að héraðsdómari féllst á kröfu sóttvarnalæknis um að manninum yrði gert að dvelja þar í einangrun. Á þriðjudag var greint frá því að 107 smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Þar af voru þrjátíu af hundrað börnum á leikskólanum og 23 af 33 starfsmönnum. Þá hafa 54 greinst utan leikskólans, þar á meðal fjölskyldumeðlimir. Guðmundur Páll sagði í samtali við fréttastofu þann 19. apríl að lögregla hefði brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaði einstaklingurinn væri ekki í einangrun. Þá virðist smitin þó hafa verið búin að dreifa sér. Samkvæmt sektarfyrirmælum ríkissaksóknara getur sekt fyrir brot á sóttkví numið frá 50 til 250 þúsund krónum. Þá getur sekt fyrir brot á reglum um einangrun numið 150 til 500 þúsund krónum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrjátíu börn af hundrað á Jörfa greinst með Covid-19 Smit greindist í tengslum við leikskólan Jörfa í gær en smitin eru orðin 107 talsins. Þriðjungur þeirra sem greinst hefur í tengslum við hópsýkinguna var einkennalaus við greiningu. 27. apríl 2021 08:32 Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. 25. apríl 2021 18:30 Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. 24. apríl 2021 18:19 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir þetta með grófari sóttvarnabrotum sem lögreglan hafi rannsakað. RÚV greindi fyrst frá málinu. Maðurinn lauk einangrun vegna kórónuveirusýkingar á sunnudagskvöld og hefur lögregla ekki náð að yfirheyra hann fram að þessu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 þann 19. apríl að maðurinn væri sakaður um að hafa brotið gegn skyldu um sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og rofið einangrun eftir að hann greindist jákvæður í seinni sýnatöku. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að maðurinn hafi komið af stað áðurnefndu hópsmiti á leikskólanum Jörfa í Bústaðahverfi. Skikkaður í sóttvarnahús Fram kom í frétt Mbl.is að maðurinn hafi verið fluttur í sóttvarnahús þann 12. apríl eftir að héraðsdómari féllst á kröfu sóttvarnalæknis um að manninum yrði gert að dvelja þar í einangrun. Á þriðjudag var greint frá því að 107 smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Þar af voru þrjátíu af hundrað börnum á leikskólanum og 23 af 33 starfsmönnum. Þá hafa 54 greinst utan leikskólans, þar á meðal fjölskyldumeðlimir. Guðmundur Páll sagði í samtali við fréttastofu þann 19. apríl að lögregla hefði brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaði einstaklingurinn væri ekki í einangrun. Þá virðist smitin þó hafa verið búin að dreifa sér. Samkvæmt sektarfyrirmælum ríkissaksóknara getur sekt fyrir brot á sóttkví numið frá 50 til 250 þúsund krónum. Þá getur sekt fyrir brot á reglum um einangrun numið 150 til 500 þúsund krónum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrjátíu börn af hundrað á Jörfa greinst með Covid-19 Smit greindist í tengslum við leikskólan Jörfa í gær en smitin eru orðin 107 talsins. Þriðjungur þeirra sem greinst hefur í tengslum við hópsýkinguna var einkennalaus við greiningu. 27. apríl 2021 08:32 Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. 25. apríl 2021 18:30 Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. 24. apríl 2021 18:19 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Þrjátíu börn af hundrað á Jörfa greinst með Covid-19 Smit greindist í tengslum við leikskólan Jörfa í gær en smitin eru orðin 107 talsins. Þriðjungur þeirra sem greinst hefur í tengslum við hópsýkinguna var einkennalaus við greiningu. 27. apríl 2021 08:32
Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. 25. apríl 2021 18:30
Opna Jörfa að nýju en starfsemin verulega skert Leikskólinn Jörfi í Fossvogi verður opnaður að nýju á mánudag, eftir hópsýkinguna sem braust þar út fyrr í mánuðinum. Starfsemin verður hins vegar verulega skert og nýtt starfsfólk og leikskólastjóri ráðin inn á meðan aðrir jafna sig. Hátt í 75 kórónuveirusmit tengjast beint inn á leikskólann. 24. apríl 2021 18:19