Sjö brot gegn sóttkví og einangrun: Grunur um að sá sem kom af stað hópsmiti hafi virt einangrun að vettugi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2021 18:28 Frá áramótum hafa 380 tilkynningar borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um mögulegt brot gegn sóttvarnarreglum. Vísir/Vilhelm Grunur leikur á að sá sem kom af stað hópsmiti á leikskólanum Jörfa í Reykjavík hafi bæði brotið gegn skyldu um sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að yfir hundrað fjölskyldur eru komnar í sóttkví. Sjö brot gegn sóttkví og einangrun hafa verið skráð frá áramótum. Frá áramótum hafa 380 tilkynningar borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um mögulegt brot gegn sóttvarnarreglum. „Þetta eru brot á einangrun og sóttkví og svo sóttvörnum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla kanni allar ábendingar sem berist. Sjö brot gegn sóttkví og einangrun hafa verið skráð frá áramótum. Tveir eru grunaðir um að hafa brotið skyldur sínar í sóttkví, fjórir um að hafa ekki farið í sóttkví og einn um að hafa ekki verið í einangrun þrátt fyrir staðfest smit. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla bregðist við öllum tilkynningum um brot gegn sóttvarnalögum.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Átti að vera í einangrun Heimildir fréttastofu herma að sá sem kom af stað hópsmiti á leikskólanum Jörfa, þar sem 36 smit hafa verið staðfest, sé grunaður um að hafa brotið gegn skyldu sinni að fara í sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og einnig eftir að hann hafði verið greindur með sjúkdóminn í seinni sýnatöku og átti að vera í einangrun. Guðmundur Páll segir lögreglu hafa brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaður einstaklingur væri ekki í einangrun. „Við gripum bara í taumana um leið og við fréttum af þessu,“ segir Guðmundur Páll en þá virðast smitin hafa verið búin að dreifa sér. Öll smitin sem greindust um helgina tengjast tveimur aðilum sem komu hingað til lands og fylgdu ekki reglunum með þeim afleiðingum að yfir hundrað fjölskyldur eru komnar í sóttkví. Í viðtali á Vísi í dag sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ljóst að Íslendingar af erlendu bergi brotnir ættu í meiri erfiðleikum með að halda sóttkvíarreglurnar en aðrir. Finna þurfi leið til að takast á við vandann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra benti á það á upplýsingafundi almannavarna í dag að fólk ætti ekki að dæma alla eftir hegðun fárra, þó sú hegðun hafi miklar afleiðingar. Guðmundur Páll segir að allir sem brotið hafa sóttkví og einangrun séu kallaðir í skýrslutöku „um leið og fólkið má fara út úr húsi og síðan fer þetta mál bara til ákærusviðs og í sekt.“ 33 brot gegn sóttvörnum hafa verið skráð frá áramótum. Slík brot fela aðallega í sér brot á sóttvarnalögum, til dæmis þar sem skemmti- eða veitingastaðir fylgja ekki reglunum eða of fjölmennir hópar koma saman miðað við reglugerð stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Frá áramótum hafa 380 tilkynningar borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um mögulegt brot gegn sóttvarnarreglum. „Þetta eru brot á einangrun og sóttkví og svo sóttvörnum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla kanni allar ábendingar sem berist. Sjö brot gegn sóttkví og einangrun hafa verið skráð frá áramótum. Tveir eru grunaðir um að hafa brotið skyldur sínar í sóttkví, fjórir um að hafa ekki farið í sóttkví og einn um að hafa ekki verið í einangrun þrátt fyrir staðfest smit. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla bregðist við öllum tilkynningum um brot gegn sóttvarnalögum.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Átti að vera í einangrun Heimildir fréttastofu herma að sá sem kom af stað hópsmiti á leikskólanum Jörfa, þar sem 36 smit hafa verið staðfest, sé grunaður um að hafa brotið gegn skyldu sinni að fara í sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og einnig eftir að hann hafði verið greindur með sjúkdóminn í seinni sýnatöku og átti að vera í einangrun. Guðmundur Páll segir lögreglu hafa brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaður einstaklingur væri ekki í einangrun. „Við gripum bara í taumana um leið og við fréttum af þessu,“ segir Guðmundur Páll en þá virðast smitin hafa verið búin að dreifa sér. Öll smitin sem greindust um helgina tengjast tveimur aðilum sem komu hingað til lands og fylgdu ekki reglunum með þeim afleiðingum að yfir hundrað fjölskyldur eru komnar í sóttkví. Í viðtali á Vísi í dag sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ljóst að Íslendingar af erlendu bergi brotnir ættu í meiri erfiðleikum með að halda sóttkvíarreglurnar en aðrir. Finna þurfi leið til að takast á við vandann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra benti á það á upplýsingafundi almannavarna í dag að fólk ætti ekki að dæma alla eftir hegðun fárra, þó sú hegðun hafi miklar afleiðingar. Guðmundur Páll segir að allir sem brotið hafa sóttkví og einangrun séu kallaðir í skýrslutöku „um leið og fólkið má fara út úr húsi og síðan fer þetta mál bara til ákærusviðs og í sekt.“ 33 brot gegn sóttvörnum hafa verið skráð frá áramótum. Slík brot fela aðallega í sér brot á sóttvarnalögum, til dæmis þar sem skemmti- eða veitingastaðir fylgja ekki reglunum eða of fjölmennir hópar koma saman miðað við reglugerð stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29
Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15