Ekkert sem bendir til þess hérlendis að breska afbrigðið sé skæðara Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2021 11:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Allt bendir til þess að hið svokallaða breska afbirgði Covid-19 sé álíka skætt og afbrigðin sem Íslendingar glímdu við fyrr í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Þórólfur kom inn á þá umræðu sem hefur áður átt sér stað að breska afbrigðið væri mögulega alvarlegra en önnur afbrigði SARS-CoV-2 en sagði að ef horft væri til sjúkrahúsinnlagna þá hefðu þær verið um 2,5 prósent frá 20. mars síðastliðnum. Þetta væri svipað, jafnvel aðeins minna, en við sáum fyrr í faraldrinum. Sóttvarnalæknir sagði tölurnar, níu einstaklingar af um 360, litlar og því bæri að vara varlega í að alhæfa en sagði smithæfni afbrigðisins einnig virðast svipað og annarra afbrigða. Þannig hefðu 220 einstaklingar af 3.500 í sóttkví greinst frá 1. mars, sem væri um sex prósent. Þórólfur sagðist því búast við því að ef samfélagsleg útbreiðsla veirunnar yrði mikil nú, yrði atburðarásin svipuð og fyrr í faraldrinum. Einhver en óljós samfélagsleg útbreiðsla Fjórir liggja inni á Landspítalanum en enginn á gjörgæslu. Um 1.700 sýni voru tekin í gær, að sögn sóttvarnalæknis. Hann sagðist að ekki hefði tekist að ná utan um þær hópsýkingar sem nú væru uppi í samfélaginu og þá væri áhyggjuefni að enn væru að greinast smit sem væri ekki hægt að rekja til áður greindra smita. Þórólfur sagði útbreiðslu veirunnar í samfélaginu einhverja en ómögulegt væri að segja til um hversu mikil hún væri. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar á dögunum benti þó ekki til þess að hún væri mikil. Um 450 dvelja nú á sóttkvíarhótelum og segir Þórólfur aðgerðir á landamærunum ganga vel. Smit á landamærunum hefðu verið tvö í gær og hefði fækkað undanfarna daga. Átti hann þó ekki skýringu á því hvers vegna það væri. Þórólfur sagðist gera ráð fyrir því að skila ráðherra minnisblaði um framhald sóttvarnaaðgerða um helgina en vildi ekki tjá sig um það efnislega á þessari stundu. Lauk hann máli sínu með því að ítreka enn og aftur að fólk færi í sýnatökum við minnstu einkenni, sinnti persónulegum sóttvörnum og forðaðist hópamyndun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Þórólfur kom inn á þá umræðu sem hefur áður átt sér stað að breska afbrigðið væri mögulega alvarlegra en önnur afbrigði SARS-CoV-2 en sagði að ef horft væri til sjúkrahúsinnlagna þá hefðu þær verið um 2,5 prósent frá 20. mars síðastliðnum. Þetta væri svipað, jafnvel aðeins minna, en við sáum fyrr í faraldrinum. Sóttvarnalæknir sagði tölurnar, níu einstaklingar af um 360, litlar og því bæri að vara varlega í að alhæfa en sagði smithæfni afbrigðisins einnig virðast svipað og annarra afbrigða. Þannig hefðu 220 einstaklingar af 3.500 í sóttkví greinst frá 1. mars, sem væri um sex prósent. Þórólfur sagðist því búast við því að ef samfélagsleg útbreiðsla veirunnar yrði mikil nú, yrði atburðarásin svipuð og fyrr í faraldrinum. Einhver en óljós samfélagsleg útbreiðsla Fjórir liggja inni á Landspítalanum en enginn á gjörgæslu. Um 1.700 sýni voru tekin í gær, að sögn sóttvarnalæknis. Hann sagðist að ekki hefði tekist að ná utan um þær hópsýkingar sem nú væru uppi í samfélaginu og þá væri áhyggjuefni að enn væru að greinast smit sem væri ekki hægt að rekja til áður greindra smita. Þórólfur sagði útbreiðslu veirunnar í samfélaginu einhverja en ómögulegt væri að segja til um hversu mikil hún væri. Handahófsskimun Íslenskrar erfðagreiningar á dögunum benti þó ekki til þess að hún væri mikil. Um 450 dvelja nú á sóttkvíarhótelum og segir Þórólfur aðgerðir á landamærunum ganga vel. Smit á landamærunum hefðu verið tvö í gær og hefði fækkað undanfarna daga. Átti hann þó ekki skýringu á því hvers vegna það væri. Þórólfur sagðist gera ráð fyrir því að skila ráðherra minnisblaði um framhald sóttvarnaaðgerða um helgina en vildi ekki tjá sig um það efnislega á þessari stundu. Lauk hann máli sínu með því að ítreka enn og aftur að fólk færi í sýnatökum við minnstu einkenni, sinnti persónulegum sóttvörnum og forðaðist hópamyndun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira