„Ásættanlegur“ hallarekstur Árborgar nam rúmlega hálfum milljarði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2021 22:14 Stóran hluta hallareksturs sveitarfélagsins Árborgar má rekja til heimsfaraldurs covid-19. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Árborg var rekið með 578 samkvæmt samstæðureikningi fyrir árið 2020. Stóran hluta þar af, eða um 460 milljónir, má rekja til heimsfaraldurs covid-19 að því er segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu í kvöld um ársreikning síðasta árs. Sveitarfélagið segir niðurstöðuna ásættanlega í ljósi aðstæðna. Þá er áætlað að um 200 milljónir megi rekja til óvenjulegrar hækkunar fjármagnsliða. Ef ekki væri fyrir heimsfaraldurinn hefði rekstur samstæðu sveitarfélagsins skilað um 100 milljóna afgangi að því er segir í tilkynningunni. „Niðurstaða ársreiknings 2020 getur talist ásættanleg í ljósi þess heimsfaraldurs sem einkenndi liðið ár, sér í lagi þegar við bætist gríðarlegrar fjölgun íbúa og tilheyrandi uppbyggingarferli á innviðum og fjölskylduþjónustu,“ segir meðal annars í tilkynningunni. „Árið 2020 skók heiminn og hann skelfur enn. Ríkisstjórnir og stórfyrirtæki um allan heim hafa þurft að standa í lappirnar andspænis erfiðum og gjörbreyttum aðstæðum. Hið sama gildir um sveitarfélög á Íslandi, sem fengu það hlutverk að verja sína íbúa og sitt starfsfólk gegn heimsfaraldri og hugsanlegum efnahagsþrengingum. Viðbrögð sveitarfélaga hafa skipt miklu á þessum erfiðu tímum. Á sama tíma hefur Svf. Árborg gengið í gegnum gríðarlega íbúafjölgun og breytingarferli sem það hefur kallað á í starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins,“ segir ennfremur. Þá er starfsfólki sveitarfélagsins þakkað fyrir að sýna æðruleysi og góða vinnu undir óvenjulegum kringumstæðum og er framlínustarfsfólki, einkum leikskólastarfsfólki, þakkað sérstaklega. „Sveitarfélagið hefur axlað byrðar með ríkinu og má þar benda á gríðarlegan niðurskurð Jöfnunarsjóðsframlaga. Sveitarfélagið hefur einnig tekið á sig tekjulækkun og kostnaðarauka vegna sérstakra eigin aðgerða og utanaðkomandi aðstæðna. Sveitarfélagið Árborg hefur tekist á við félagsþjónustuverkefni Covid-19 af sérstökum krafti og starfar m.a. mjög náið með ráðuneytum að framfaraverkefnum á þessu sviði,“ segir einnig í tilkynningunni. Árborg Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Þá er áætlað að um 200 milljónir megi rekja til óvenjulegrar hækkunar fjármagnsliða. Ef ekki væri fyrir heimsfaraldurinn hefði rekstur samstæðu sveitarfélagsins skilað um 100 milljóna afgangi að því er segir í tilkynningunni. „Niðurstaða ársreiknings 2020 getur talist ásættanleg í ljósi þess heimsfaraldurs sem einkenndi liðið ár, sér í lagi þegar við bætist gríðarlegrar fjölgun íbúa og tilheyrandi uppbyggingarferli á innviðum og fjölskylduþjónustu,“ segir meðal annars í tilkynningunni. „Árið 2020 skók heiminn og hann skelfur enn. Ríkisstjórnir og stórfyrirtæki um allan heim hafa þurft að standa í lappirnar andspænis erfiðum og gjörbreyttum aðstæðum. Hið sama gildir um sveitarfélög á Íslandi, sem fengu það hlutverk að verja sína íbúa og sitt starfsfólk gegn heimsfaraldri og hugsanlegum efnahagsþrengingum. Viðbrögð sveitarfélaga hafa skipt miklu á þessum erfiðu tímum. Á sama tíma hefur Svf. Árborg gengið í gegnum gríðarlega íbúafjölgun og breytingarferli sem það hefur kallað á í starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins,“ segir ennfremur. Þá er starfsfólki sveitarfélagsins þakkað fyrir að sýna æðruleysi og góða vinnu undir óvenjulegum kringumstæðum og er framlínustarfsfólki, einkum leikskólastarfsfólki, þakkað sérstaklega. „Sveitarfélagið hefur axlað byrðar með ríkinu og má þar benda á gríðarlegan niðurskurð Jöfnunarsjóðsframlaga. Sveitarfélagið hefur einnig tekið á sig tekjulækkun og kostnaðarauka vegna sérstakra eigin aðgerða og utanaðkomandi aðstæðna. Sveitarfélagið Árborg hefur tekist á við félagsþjónustuverkefni Covid-19 af sérstökum krafti og starfar m.a. mjög náið með ráðuneytum að framfaraverkefnum á þessu sviði,“ segir einnig í tilkynningunni.
Árborg Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira