„Ásættanlegur“ hallarekstur Árborgar nam rúmlega hálfum milljarði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2021 22:14 Stóran hluta hallareksturs sveitarfélagsins Árborgar má rekja til heimsfaraldurs covid-19. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Árborg var rekið með 578 samkvæmt samstæðureikningi fyrir árið 2020. Stóran hluta þar af, eða um 460 milljónir, má rekja til heimsfaraldurs covid-19 að því er segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu í kvöld um ársreikning síðasta árs. Sveitarfélagið segir niðurstöðuna ásættanlega í ljósi aðstæðna. Þá er áætlað að um 200 milljónir megi rekja til óvenjulegrar hækkunar fjármagnsliða. Ef ekki væri fyrir heimsfaraldurinn hefði rekstur samstæðu sveitarfélagsins skilað um 100 milljóna afgangi að því er segir í tilkynningunni. „Niðurstaða ársreiknings 2020 getur talist ásættanleg í ljósi þess heimsfaraldurs sem einkenndi liðið ár, sér í lagi þegar við bætist gríðarlegrar fjölgun íbúa og tilheyrandi uppbyggingarferli á innviðum og fjölskylduþjónustu,“ segir meðal annars í tilkynningunni. „Árið 2020 skók heiminn og hann skelfur enn. Ríkisstjórnir og stórfyrirtæki um allan heim hafa þurft að standa í lappirnar andspænis erfiðum og gjörbreyttum aðstæðum. Hið sama gildir um sveitarfélög á Íslandi, sem fengu það hlutverk að verja sína íbúa og sitt starfsfólk gegn heimsfaraldri og hugsanlegum efnahagsþrengingum. Viðbrögð sveitarfélaga hafa skipt miklu á þessum erfiðu tímum. Á sama tíma hefur Svf. Árborg gengið í gegnum gríðarlega íbúafjölgun og breytingarferli sem það hefur kallað á í starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins,“ segir ennfremur. Þá er starfsfólki sveitarfélagsins þakkað fyrir að sýna æðruleysi og góða vinnu undir óvenjulegum kringumstæðum og er framlínustarfsfólki, einkum leikskólastarfsfólki, þakkað sérstaklega. „Sveitarfélagið hefur axlað byrðar með ríkinu og má þar benda á gríðarlegan niðurskurð Jöfnunarsjóðsframlaga. Sveitarfélagið hefur einnig tekið á sig tekjulækkun og kostnaðarauka vegna sérstakra eigin aðgerða og utanaðkomandi aðstæðna. Sveitarfélagið Árborg hefur tekist á við félagsþjónustuverkefni Covid-19 af sérstökum krafti og starfar m.a. mjög náið með ráðuneytum að framfaraverkefnum á þessu sviði,“ segir einnig í tilkynningunni. Árborg Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Þá er áætlað að um 200 milljónir megi rekja til óvenjulegrar hækkunar fjármagnsliða. Ef ekki væri fyrir heimsfaraldurinn hefði rekstur samstæðu sveitarfélagsins skilað um 100 milljóna afgangi að því er segir í tilkynningunni. „Niðurstaða ársreiknings 2020 getur talist ásættanleg í ljósi þess heimsfaraldurs sem einkenndi liðið ár, sér í lagi þegar við bætist gríðarlegrar fjölgun íbúa og tilheyrandi uppbyggingarferli á innviðum og fjölskylduþjónustu,“ segir meðal annars í tilkynningunni. „Árið 2020 skók heiminn og hann skelfur enn. Ríkisstjórnir og stórfyrirtæki um allan heim hafa þurft að standa í lappirnar andspænis erfiðum og gjörbreyttum aðstæðum. Hið sama gildir um sveitarfélög á Íslandi, sem fengu það hlutverk að verja sína íbúa og sitt starfsfólk gegn heimsfaraldri og hugsanlegum efnahagsþrengingum. Viðbrögð sveitarfélaga hafa skipt miklu á þessum erfiðu tímum. Á sama tíma hefur Svf. Árborg gengið í gegnum gríðarlega íbúafjölgun og breytingarferli sem það hefur kallað á í starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins,“ segir ennfremur. Þá er starfsfólki sveitarfélagsins þakkað fyrir að sýna æðruleysi og góða vinnu undir óvenjulegum kringumstæðum og er framlínustarfsfólki, einkum leikskólastarfsfólki, þakkað sérstaklega. „Sveitarfélagið hefur axlað byrðar með ríkinu og má þar benda á gríðarlegan niðurskurð Jöfnunarsjóðsframlaga. Sveitarfélagið hefur einnig tekið á sig tekjulækkun og kostnaðarauka vegna sérstakra eigin aðgerða og utanaðkomandi aðstæðna. Sveitarfélagið Árborg hefur tekist á við félagsþjónustuverkefni Covid-19 af sérstökum krafti og starfar m.a. mjög náið með ráðuneytum að framfaraverkefnum á þessu sviði,“ segir einnig í tilkynningunni.
Árborg Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira